Réttur - 01.10.1973, Qupperneq 32
Það er ekki nóg, að konurnar komi út af heimil-
unum til vinnu, þær þurfa að koma innan um annað
fólk, venja sig á að rökræða og nema. Þær þurfa
að viðurkenna þá stétt sem þær eru í, en ekki
grípa til ráða millistéttarkvennanna, sem gefa sér
starfsheitið ,,frú“, þýði starfsheiti þeirra á vinnu-
markaðnum, að þær lækki í stétt miðað við að
teljast til stéttar eiginmannsins. Stéttarleg nið-
urlæging er þeim þyrnir í augum.
Meðan konur hafa enn stóran þátt uppeldismál-
anna i sinum höndum, ættu þær að beita áhrifum
sínum til breyttra viðhorfa í barnauppeldi, konur
í kennarastétt ættu að beita sér fyrir, að mis-
munun kynjanna sé t.d. útrýmt úr skólabókunum.1)
Krafa okkar er, að vinstrisinnuð ríkisstjórn styðji
verkakonur í landinu, en ekki þá sem arðræna
þær,2) beri málefni fólksins í landinu fyrir brjósti,
en ekki auðvaldsins.
Að lokum þetta: Aðalatriðið er í rauninni ekki,
hvaða kyni maður tilheyrir, heidur hvaða stétt, frels-
un kvenna er nátengd frelsun verkalýðsins undan
oki þeirra, sem arðræna hann. Konur ná jafnrétti,
verði stéttlaust þjóðfélag einhvern tíma að veru-
leika.
‘) A.m.k. ein kennslubók er nú i endurútgáfu, þar
sem slíkar breytingar hafa verið gerðar, en það
er Kennslubók í vélritun eftir Þórunni Felixdóttur.
2) Ríkisstjórnin útvegaði fjármagn til að byggja upp
og endurbyggja frystihús til að mæta kröfum
bandarískra kaupenda.
HELSTU HEIMILDIR:
Bankablaðið, 1.—2. tbl. 1970.
Simone de Beauvoir: The Second Sex.
Einkaritarinn, útg. Stjórnunarfélag Islands.
Erla Hatlemark: Ævintýraljóminn farinn að fölna?
(viðtal), Þjóðviljinn, 3. 8. 1973.
Forvitinn rauð, útg. Rauðsokkahreyfingin, 2. bl.,
maí 1973.
Frelsun konunnar, félagshagfræðin, Neisti, 1. tbl.
1970.
Gerður G. Óskarsdóttir o. fl.: Til bæjarstjórnar
Kópavogs, Samvinnan, nr. 5, 1971.
Germaine Greer: The Female Eunuch, London 1971.
240
Hjúkrunarfélag íslands 50 ára, viðtal, Ásgarður,
3. tbl. 1969.
Könnun gerð á aðstöðu útivinnandi kvenna í sex
aðildarrikjum EBE, Morgunblaðið, 11.3. 1973.
Kvindeundertrykkelsens specifikke Karakter under
Kapitalismen. Nordisk Sommeruniversitet.
Köbenhavn 1973.
Launarannsóknarhópur Rauðsokka: Eru konur hýru-
dregnar?, Samvinnan, nr. 5, 1971.
Hanne Reintoft: Kvinden í klassesamfundet, Köben-
havn 1972.
Stigsetning starfsheita, Ásgarður, 2. tbl. 1971.
Svava Jakobsdóttir: Lág laun kvenna undirrót mis-
réttis, Þjóðviljinn, 2. 11. 1973.