Réttur


Réttur - 01.10.1973, Qupperneq 34

Réttur - 01.10.1973, Qupperneq 34
hátt. Eftir að ríkisstjórn nasista hafði gert flokksfána Hitlers með hakakrossinum á að ríkisfána Þýskalands beindist andúðin víða um heim að því að sýna þessu tákni fasism- ans fjandskap og óvirðingu. Kommúnistaflokkur Islands og félagar úr honum og Sambandi ungra kommúnista gengust haustið 1933 m.a. fyrir þrem slíkum aðgerðum, sem nokkuð skal sagt hér frá, þar sem 40 ár eru nú liðin síðan. Þessar aðgerðir voru: niðurskurður hakakrossfánans á Siglu- firði 6. ágúst 1933, aðgerðirnar við „Díönu" 19-—22. sept. 1933 og niðurskurður haka- krossfánans á þýzku skipi og fleiri aðgerðir þann 9- nóvember 1933. •— HAKAKROSS-NIÐURSKURÐUR Á SIGLUFIRÐI Eyjólfur Árnason, sem sjálfur fékk dóm fyrir niðurskurð hakakrossfánans á Siglufirði, segir svo frá því sem þá gerðist: „Eg er yfirleitt ekki minnugur á liðin at- vik; og það eru ýmsir aðrir atburðir frá veru minni á Siglufirði sem eru mér minnis- stæðari en niðurskurður hakakrossfánans í ágústbyrjun 1933. Helst rifjaðist þetta atvik upp fyrir mér í þau fáu skipti sem ég þurfti á refsivottorði að halda. Þá var ég minntur á, að ég hafði hlotið hæstaréttardóm, 2ja mánaða einfalt fangelsi fyrir landráð. Með stofnun lýðveldisins missti ég glæpinn. Eg saknaði hans. Það var á sunnudagsmorgni 6. ágúst 1933 að sú fregn barst um Siglufjörð, að þýzki vararæðismaðurinn hefði dregið hakakross- fána að hún, flokksfána þýsku nasistanna. Á skammri stund var allfjölmennur hópur kominn saman og stefndi til bústaðar vara- ræðismannsins. Þegar þangað kom skipti það engum togum að þröng varð um fánastöng- ina, skorið á línuna, fáninn dreginn niður og tættur í sundur. Færri komust að en vildu. Skömmu síðar var haldið á brott og hópurinn dreifðist. Yfirheyrslur hjá fógeta hófust strax sama dag. Ymsir góðborgarar þóttust geta bent á helstu forkólfana, þar á meðal þá Gunnar Jóhannsson og Aðalbjörn Pétursson, sem að sjálfsögðu voru þarna, en urðu að sætta sig við að vera utarlega í hópnum. Nú átti að hefna fyrir frammistöðu þeirra í verkalýðs- baráttunni. Þeir sem voru kallaðir til yfirheyrslu — og ég var þeirra á meðal — voru síst að bera af sér, þvert á móti vörðu þeir verknaðinn og voru hreyknir af. Yið tókum viðbrögðum hins opinbera af léttúð, en ríkisstjórnin hafði tekið skjóta rögg á sig fyrir tilmæli þýska ræðismannsins í Reykjavík. Yfirheyrslur stóðu í tvo eða þrjá daga, að mig minnir. Skömmu síðar hélt ég til Isafjarðar með létta pyngju eftir atvinnurýrt sumar og fylgdist aldrei með málinu upp frá því. Dómur var kveðinn upp í undirrétti Siglu- fjarðar 21. ágúst árið eftir. Þar var Þóroddur Guðmundsson, Steinn Steinarr og ég dæmdir í þriggja mánaða einfalt fangelsi hver en Gunnar og Aðalbjörn í 2ja mánaða, óskil- orðsbundið. Um sama leyti og þessi atburður gerðist á Siglufirði hafði Axel Larsen skorið niður hakakrossfánann í Danmörku; hann var sýknaður. I hæstarétti var svo kveðinn upp dómur 25. febrúar 1935. Var hann óbreyttur, nema fangavist okkar Steins var stytt í 2 mán. hjá hvorum. Hvers vegna veit ég ekki. Eg var á ferð í Reykjavík þegar lögreglan leitaði mig uppi til að láta mig hlýða dóms- niðurstöðu. Við Steinn mættum þar tveir, en vörðum tímanum í spjall um ýmsa áhuga- 242

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.