Réttur


Réttur - 01.10.1973, Page 36

Réttur - 01.10.1973, Page 36
Einar Olgeirsson byrjaði þegar að halda ræðu — bæði á íslensku og þýsku — og bannaði verkamönnum að vinna við skipið á meðan „fáni blóðhundanna" væri hafður uppi á skipinu. Hellti Einar þarna úr sér stór- yrðum og svívirðingum um þýsku stjórnina." Það tókst nú að stöðva alla vinnu við skip- ið. Heldur Morgunblaði frásögn sinni áfram á þessa leið: „Skipstjóri kcerði til þýska konsúlsins, sem svo bað lögreglustjóra um vernd". (Milli- fyrirsögn Mgbl.). „KI. rúmlega 10 hringdi svo þýska aðal- konsúlatið til lögreglustjórans og skýrði hon- um frá hvernig komið væri og að ástandið væri ískyggilegt." En ekkert gerðist og engin lögregla sýndi sig — og fær Morgunblaðið ekki dulið gremju sína yfir slíku aðgerðarleysi. Heldur svo áfram frásögn þess: „Kl. 11Vl var svo enn hringt til lögreglu- stjóra og hann spurður um hvað liði lög- regluliðinu. Sagði þá lögreglustjóri að verið væri að ræða málið í stjórnarráðinu." Meðan þessu fór fram var allmikill mann- fjöldi á bryggjunni og voru fluttar ýmsar ræður um nasismann af hálfu okkar komm- únistanna. — „Morgunblaðið" heldur svo áfram frásögn sinni: „Þegar kl. var langt gengin 12 fóru menn að smátínast burt af bryggjunni, nema kommúnistarnir þeir voru kyrrir. Fiskbílarn- ir voru þá búnir að standa þarna frá kl. 9 um morguninn." Eftir kl. 1 streymir hinsvegar mikill mann- fjöldi niður á bryggjuna. Um hádegisleytið munu þeir atburðir hafa gerst að ríkisstjórnin ákvað að beita skyldi lögreglu til verndar hakakrossinum og að Dagsbrúnarstjórnin á- kvað að leyfa skyldi vinnu, þótt undir haka- krossfána væri, þar sem verklýðssamtökin í Danmörku legðu ekki bann við slíkri vinnu. Deildi „Verklýðsblaðið" hart á Dags- brúnarstjórnina fyrir þetta leyfi og taldi að það hefði riðið baggamuninn að ekki tókst að stöðva vinnu undir hakakrossfána. En á- tök urðu allsnörp eftir hádegið, slagur nokk- ur um tvöleytið og atburðir aðrir, sem Morg- unblaðið lýsti svo: „Vinna gekk seint vegna mannfjöldans og ærslaláta kommúnista" .... „Mitt í þessu verða menn þess varir að stjórnarfáninn þýski (þ.e. hakakrossfáninn E.O.) fellur niður á þilfarið og urðu þá óp mikil í kommúnistum. Hafði kommúnisti einn, sem var í mannþyrpingunni um borð í „Díönu" skorið á flagglínuna og við það féll fáninn niður. Fáninn féll niður á þilfarið og greip hann þar einn óspektarmanna og hljóp með hann yfir í norska skipið „Eikhaug", sem lá við hliðina á „Díönu". Þangað eltu hann þrír lögregluþjónar og 1. stýrimaður á „Díönu". Lenti þar í hörðum ryskingum og barsmíðum milli lögreglunnar og kommúnista. Lögregl- unni tókst að ná fánanum og afhenti hún hann stýrimanninum. Smáræmu hafði komm- únistum tekist að rífa framan af fánanum." Það hafði að minnsta kosti tekist að sýna hakakrossfánanum lítilsvirðingu og minna fjöldann á að nasistar væru nú að myrða bestu verkamenn Þýskalands og útrýma þar öllu lýðræði og andlegu frelsi. En Morgun- blaðið taldi að „illir kommúnista" væru ein- göngu að reyna að spilla viðskiptum Islands við Þýskaland! Kommúnistaflokkurinn í Reykjavík hélt opinn fund um kvöldið og farið var í kröfu- göngu til þess að vekja enn betur athygli á nauðsyn baráttunnar gegn nasismanum. Slíkir mótmælafundir gegn nasismanum voru þá tíðir af hálfu flokksins. 24. septem- ber var haldinn fundur í Iðnó til að mótmæla yfirvofandi réttarmorðum á Dimítroff og fé- 244

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.