Réttur


Réttur - 01.10.1973, Side 38

Réttur - 01.10.1973, Side 38
Málshöfðanir urðu út af þessum atburðum. Urðu þeir Brynjólfur og Einar alloft að mæta fyrir rétti svo og Haukur Björnson og Hjalti Arnason, því dularfullt þótti að þeir kváðust ekkert vita hvað af hakakrossfánanum hefði orðið! Hafði þó lögreglan í leit sinni að fán- anum gert húsleit m.a. hjá Sverri Thoroddsen, en ekki fundið neitt. Frú Theodóra Thor- oddsen bjó þá hjá syni sínum og er lög- reglumennirnir gengu út, stóð hin aldna sjálf- stæðishetja í dyrum herbergis síns og spurði þá með hörku í röddinni: „Viljið þið ekki leita hjá mér líka?" En þeir kváðust ekki hafa neina fyrirskipun um það. Málaferlin drógust á langinn. Víðtæk and- spyrna gegn stéttadómum út af 7. júlí og 9. nóvember 1932 hafði og sín áhrif á almenn- ingsálitið og dómarana — og hjá ýmsum, jafnvel í dómarasærnm, var farið að renna upp nokkurt ljós fyrir því hvað fasisminn væri, þótt Morgunblaðið héldi áfram að telja baráttuna gegn hakakrossinum „landráða- starfsemi kommúnista" (sbr. leiðara þess 10. nóv. 1933). Fór svo að lokum að þeir Brynjólfur og Einar voru 11. júlí 1935 dæmdir í 75 króna sekt fyrir undirrétti fyrir meðhöndlunina á hakakrossfánanum 9- nóv. 1933. Hærra mat dómarinn „heiður hakakrossins" ekki! En af hakakrossfánanum, sem lögreglan leitaði að og fann ekki, er það að segja að einn af ágætustu verkamönnum K.F.I., Árni Guðlaugsson prentari, geymdi hann sem hvert annað herfang í kommóðuskúffu hjá sér næsm sjö árin. Eftir að Bretar hertóku Is- land, þótti hins vegar of hættulegt að hafa slíkan grip lengur í fórum góðra manna og var hann brenndur. ★ Aðgerðirnar gegn hakakrossinum haustið 1933 voru lofsverð viðleitni kommúnista til að vekja alþýðu til meðvitundar um ógn fasismans og báru vott um þá ríku alþjóða- hyggju, sem einkenndi starf flokksins. Veitti eigi af slíkum aðgerðum svo mikil sem blindnin var um eðli nasismans og áróður Ihaldsins með honum hætmlegur. Harkan í þessari barátm var í samræmi við þá tíma, er hún var háð á, — tíma þar sem barist var um brauðið og lífið. En bráðlega tók baráttan gegn hakakross- inum, sem háð var með handaflinu haustið ’33, að færast inn á flest svið þjóðlífsins og eignast formælendur fleiri. Stórskáldin kveða sér hljóðs: Jóhannes úr Kötlum birti „Brúnu höndina" í 3. hefti Réttar 1933- „Félag rót- tækra rithöfunda" er stofnað 10. október 1933, þung högg Þórbergs og Halldórs Lax- ness taka að dynja á fasismanum og formæl- endum hans. K.F.Í. yfirvinnur barnasjúk- dóma sína, en varðveitir áræðið og æsku- þróttinn. Samfylkingin gegn fasismanum sækir á og eflist stórum og semr mark sitt á stjórnmálalíf Islands á næstu ámm. Og öll málaferli yfirstéttarinnar út af aðgerðunum gegn hakakrossinum haustið 1933 falla um sjálft sig. Þau samrýmdust ekki þeirri réttar- vimnd fólksins, er nú tók að fylkja liði gegn fasismanum erlendis og heima. E. A. og E. O. tóku saman. 246

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.