Réttur


Réttur - 01.10.1973, Side 50

Réttur - 01.10.1973, Side 50
eru veik og félagsmál vanþróuð: þetta hefur t.d. komið I Ijós við staðsetningu verksmiðja i Frakk- landi. Á þennan hátt virka fyrir- íækin undirbjóðandi, og er auðséð að þessu vopni má auðveldlega beita til að knésetja verklýðshreyf- ingu í öðrum löndum, þar sem hún hefur áður náð miklum árangri. Svo hafa óþjóðleg fyrirtæki (og reyndar önnur líka) mikla tilhneig- ingu til að nota innflutt vinnuafl. Mönnum hættir mjög til að gleyma því, að verkalýðurinn hefur náð öllum sínum réttindum innan nú- verandi ríkja og hann missir þau um leið og hann fer yfir landa- mæri. Verkamaður, sem starfar er- lendis, hefur kannski viss réttindi á pappírnum, en í rauninni hefur hann miklu lægri laun og verri kjör en „innfæddir" verkamenn i cama landi. Ef hann reynir hins vegar að notfæra sér þau réttindi, sem stjórnarskrá landsins veitir honum, t.d. málfrelsi, fundafrelsi, félagafrelsi og verkfallsrétt, til að berjast fyrir betri kjörum, á hann á hættu að vera rekinn úr landi „fyrir að hafa ekki gætt þess hlut- leysis sem útlendingum ber". Með því að notfæra sér slíkt vinnuafl geta óþjóðleg fyrirtæki haldið allri verkalýðsbaráttu nlðrl. 10 stærstu Samkvæmt skýrslunni eru tíu otærstu fyrirtæki í heimi þessi: Árleg sala í milj. dollara General Motors (USA) 28.264 Standard Oil (N.J.) (USA) 18.710 Ford Motor (USA) 16.433 Royal Dutch Shell (Holl., Bretl.) 12.734 General Electric (USA) 9.429 IBM (USA) 8.274 Mobil Oil (USA) 8.243 Chrysler (USA) 7.999 Texaco (USA) 7.529 Unilever (Holl., Bretl.) 7.483 Sjálfvirkni krefst sósíalisma Albert Einstein lagði áherzlu á að ný þróun í ákveðnum fram- leiðslugreinum, sem hefðu úrslita- gildi fyrir mannfélagið, kallaði á yfirstjórn þjóðfélagsins, — og Norbert Wiener, höfundur raf- eindafræðinnar, varaði við ægileg- um afleiðingum sjálfvirkninnar, ef „frjálst framtak" réði framvegis. 22. marz 1964 sendu ágætir vís- indamenn, m.a. Myrdal og Pauling forseta Bandaríkjanna álitsgerð, þar sem áherzla var á það lögð að sjálfvirkni væri í algerri mót- sögn við grundvöll auðvaldsskipu- lagsins. Sjálfvirkni gerir mögulegt að framlelða ótakmarkað mann- kyninu til heilla, en eigna- og markaðs-skipulagið „er hemill á takmarkalausum möguleikum sjálf- virkrar framleiðslu." Wilson, for- maður enska Verkamannaflokksins sagði svipað 1963, er hann á- varpaði ráðstefnu flokksins um vísindabyltinguna: „Tækniframfarirnar í höndum einkaiðnaðar og einkaeignar getur aðeins leitt til mikils gróða fyrir fáa, mikillar vinnu fyrir fáa og al- menns atvinnuleysis fyrir fjöldann. Ef eigi hefði verið grundvöllur fyrir sósíalismann áður, hefði sjálf- virkni skapað hann.“ Franz Marek í „Heimsspeki heimsbyltingarinnar" (Philo- sophy of World Revolution 1969. Fjöldamorð hins opinbera „Þegar einstaklingur veitir öðr- um einstakling slíkan áverka að dauði hlýtst af, þá köllum við það manndráp; ef banamaðurinn vissi fyrirfram að áverkinn myndi leiða til bana, þá köllum við verkn- að hans morð. En þegar þjóðfé- lagið kemur hundruðum öreiga i þá aðstöðu, er leiðir þá óhjá- kvæmilega til bana, óeðlilegs dauðdaga fyrir aldur fram, dauða, sem í raun gerist með samskonar valdbeitingu og ef sverði eða kúlu væri beitt; — ef þjóðfélagið sviftir þá nauðsynlegum lífsskil- yrðum, setur þá í aðstöðu, sem þeir geta ekki lifað við; — ef það neyðir þá með sterkum armi lag- anna til að lifa í þessari aðstöðu, unz þann dauða ber að sem hlaut að leiða af þessari aðstöðu; — ef það veit fullvel að þessar þús- undir hljóta að deyja við þessi skilyrði og lætur samt þessi skil- yrði halda áfram,-----------þá er það morð alveg eins og verknaður einstaklingsins, aðeins launmorð, — morð, sem enginn getur varizt, — morð, sem ekki virðist vera morð, af því maður sér ekki morð- ingjann, af því allir og enginn, eru þessi morðingi, af því dauði fórn- ardýrsins lítur eðlilega út og af því hann er frekar vanrækslusynd en ásetningssynd. En þessi dauði er morð." Friedrich Engels: I „Lage der arbeitenden Klasse in Eng- land“. (Ástand enska verka- lýðsins) (1845). Chile mun aftur tilheyra Chile-búum „Chile er ekki eitt og einangr- að í baráttu sinni fyrir frelsuninni. Með öllum þjóðum heims er stuðningur við oss. Það hefur aldrei verið svo víðfeðma sam- úðarhreyfing um víða veröld og sú, sem nú styður réttlátan mál- stað vorn." .... „Þjóð Chile mun aldrei gleyma þeirri hjálp, sem henni er nu látln í té og hún veit að sú aðstoð fer dagvaxandi." .... „Chile mun aftur tilheyra Chile- búum. Þá mun land vort verða frjálst og fullvalda, njóta frelsis síns og réttinda. Fyrir þjóð vora 258

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.