Réttur - 01.07.1974, Page 2
að vilja velta öllum afleiðingum af glundroða og óstjórn burgeisastéttarinn-
ar á efnahagslífi þjóðarinnar yfir á alþýðu með skerðingu lífskjara almenn-
ings, en hrædd er hún enn við að sýna þá hörku, sem slíkar stjórnir eiga í
fórum sínum eftir fyrri reynslu alþýðu af þeim. En þótt undirokun og árásir
á alþýðu séu aðal slíkra stjórna, þá mun undirgefni og jafnvel uppgjöf
gagnvart útlendu valdi verða einkenni þessarar. Keflavíkursamningurinn nýi
sýnir þegar hvert stefnir: í stað þess að láta erlenda dáta fara, skal nú taka
íslenskt vinnuafl frá því verki að þyggja fyrir íslendinga og láta íslendinga
hinsvegar byggja yfir dátana á Vellinum, aðalverktökum íhalds og Fram-
sóknar til dýrðar — og gróða. — Þegar svo alda erlendrar kreppu tekur
að ríða yfir Island, þá er Ijóst hverjum verður látið blæða, — ef íslensk al-
þýða er þá ekki reiðubúin til stórpólitískrar einingar inn á við — og harð-
vítugrar baráttu við innlendar og erlendar yfirstéttir út á við.
Stjórnarskiptin og samningatilraunirnar um vinstri stjórn eru teknar til með-
ferðar í þessu hefti, sömuleiðis góð grein gerð fyrir því hve lífskjör alþýðu
bötnuðu á tímum hinnar síðari vinstri stjórnar. Þetta var í þriðja sinn á
þrjátíu árum að íslenskir sósíalistar voru í ríkisstjórn, en þess er aðeins
minnst með þrem myndum að þessu sinni. — Þá er 25 afmæli kínversku
byltingarinnar minnst — og jafnframt birtar nokkrar sögulegar myndir frá
heimsókn íslenskra sósíalista og annara íslendinga til Kína í október 1956.
Og fleira er í þessu hefti að finna, svo vonandi finnst lesendum það fjöl-
breytilegra en það síðasta.
* ★ *
,,Réttur‘‘ verður á þessum tímum ört vaxandi dýrtíðar að beina nokkrum
alvöruorðum til margra áskrifenda sinna út um land. Árgjöld hafa greiðst illa
frá vissum stöðum. Póstkröfur verið endursendar, stundum oftar en einu
sinni. „Réttur" hefur þó ekki enn stöðvað sendingar þess vegna. En nú
neyðist hann til þess, ef ekki verða gerð skil annaðhvort með greiðslu póst-
kröfu eða í póstávísun. Áskriftargjaldi hefur verið haldið það lágt að ekki
ætti að vera ofvaxið þeim, sem áhuga hafa, að greiða það.
Hins vegar hafa bætst allmargir nýir áskrifendur. Athygli þeirra skal vakin
á möguteikunum til að afla sér enn alls nýja „Réttar" (frá 1967). Það er enn
hægt, en brátt eru viss hefti á þrotum, svo betra er að bregða við fljótt.
„Réttur" hefur á renga aðrá að treysta en áskrifendur sína. Hann treystir
þeim og til afla nýrra — sem flestra — sem fyrst.
Nú þegar baráttan stendur um áð hrifsa þjóðina upp úr værðarmóki „vel-
ferðar-ríkis“ og hernáms, sem sigið hefur á hluta hennar, þarf hver sósíal-
isti og hernámsandstæðingur að vera daglega virkur við að breiða út þau
blöð og tímarit, sem að því vinna að vekja þjóð vora til andspyrnu.