Réttur


Réttur - 01.07.1974, Page 8

Réttur - 01.07.1974, Page 8
LtlÐVlK JÓSEPSSON: HVERS VEGNA VAR EKKI MYNDUÐ NÝ VINSTRI STJÓRN? Hvað var það sem olli því, að Ólafur Jóhannesson sleit viðræðunum um vinstri stjórn og sneri sér samstundis til Sjálfstæðisflokksins og myndaði síðan á nokkrum dögum rikisstjórn undir forsæti Geirs Hallgrímssonar? Greinarhöfundur leitast við að svara þessum spurningum í eftirfarandi grein. Lúð- vík kynnir þar þær tillögur sem fram voru lagðar í viðræðunum um myndun vinstri stjórnar, og greinir frá viðbrögðum viðsemjenda Alþýðubandalagsins. Sérstaklega er fjallað um þátt Gylfa Þ. og Ólafs Jóhannessonar í því að koma í veg fyrir árangur. Hér fjallar Lúðvík um efni, sem allir vinstri menn verða að kynna sér. ÞÁTTUR GYLFA OG ALÞÝÐUFLOKKSINS I upphafi viðræðnanna um myndun nýrrar vinstri stjórnar stóðu málin þannig, að 30 þingmenn stjórnarflokkanna þriggja áttu samkvæmt yfirlýsingum í síðustu kosningum að standa örugglega með nýrri vinstri stjórn. Óvissan í málinu var um Alþýðuflokkinn, sem hafði verið í stjórnarandstöðu og yfir- leitt í nánu samstarfi við íhaldið. Afstaða Gylfa var öllum ljós. Hann fagn- aði þeim úrslitum kosninganna að vinstri stjórnin hafði ekki lengur meirihluta, og hann taldi strax sjálfsagt, að Geir Hallgríms- son formaður Sjálfstæðisflokksins reyndi nú stjórnarmyndun. Myndun nýrrar vinstri stjórnar með Gylfa Þ. Gíslasyni leit því ekki vel út í fyrsm. En það sem breytti málinu varðandi Alþýðu- flokkinn var það, að mikill meirihluti í flokksstjórn hans hafði samþykkt, að flokk- urinn skyldi breyta um afstöðu og taka þátt í vinstri stjórn, en snúa sér algjörlega frá Sjálfstæðisflokknum. Þessi samþykkt í flokks- stjórn Alþýðuflokksins gjörbreytti stöðunni varðandi stjórnarmyndun og í rauninni átti hún að þýða að íhaldsstjóm kæmi ekki til greina og að vinstri stjórn hlyti að verða mynduð, þó að það kynni að taka nokkurn tíma. Þegar til samninga-viðræðna kom við Al- þýðuflokkinn um þátttöku í vinstri stjórn,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.