Réttur


Réttur - 01.07.1974, Page 9

Réttur - 01.07.1974, Page 9
skyggði það verulega á hina eindregnu sam- þykkt flokksstjórnarinnar um vinstri afstöðu, að samningamenn flokksins voru Gylfi Þ. Gíslason sem allir vissu að var áfram í nánu sambandi við íhaldið um allt sem gerðist og óheill í vinstra samstarfi, Eggert G. Þorsteins- son sem eindregið hafði verið á móti sam- þykkt flokksstjórnarfundarins, og þriðji mað- urinn var Benedikt Gröndal. Það vérður að segjast eins og er, að þeir þrír fulltrúar Alþýðuflokksins virtust ekki hafa mikinn áhuga á að viðræðurnar um vinstristjórn bæru árangur, og þó var það einkum Ijóst síðustu viku viðræðnanna, að Gylfi Þ. Gíslason stefndi að því, að þær færu út um þúfur, enda mun hann þá þegar hafa lagt trúnað á þann áróður Sjálfstæð's- manna, að þegar vinstri viðræðunum lyki, væri eðlilegt að Gylfi fengi sjálfur að reyna stjórnarmyndun og gerast sáttaaðili á milli íhalds og framsóknar. Sú tillaga Alþýðuflokksins að haft yrði samráð við fulltrúa vinnumarkaðarins um ráðstafanir í efnahagsmálum, áður en ríkis- stjórn yrði mynduð, hentaði Gylfa einkar vel til þess að knýja fram slit á viðræðunum, þar sem Olafur Jóhannesson fékkst ekki til að hnika afstöðu sinni í þeim efnum um hárs- breidd. VILDI FRAMSÓKNARFLOKKURINN NÝJA VINSTRI STJÓRN? Af hálfu Framsóknarflokksins voru við- ræðurnar um nýja vinstri stjórn að þessu sinni gjörólíkar því sem viðræðurnar um Vinstri stjórn voru sumarið 1971. Nú var afstaða framsóknar hörð og ósveigjanleg í flestum málum og bar öll einkenni þess, að ef flokkurinn fengi ekki sitt fram, þá leitaði hann annarra úrræða um stjórnarmyndun. Þessi afstaða Framsóknarflokksins var í nánum tengslum við umbrot hægri aflanna í flokknum, sem allir vissu að nú lém meira til sín taka en þau höfðu gert um nokkurt skeið. Vitað var að ýmsir miklir áhrifamenn í flokknum, sem skipað höfðu sér í raðir „Varins lands" kröfðust þess, að flokkurinn breyti um stefnu í hermálunum, og einnig var vitað að helstu framámenn í SIS, í Olíu- félaginu og í ýmsum sameignar- og samstarfs- fyrirtækjum framsóknarmanna og íhalds- manna lém nú forysmmenn flokksins skilja, að þeir krefðust hcegri stjómar, en vildu ekki vinstri stjórn. Hin breytta afstaða forysmmanna Fram- sóknarflokksins til vinstra samstarfs kom ekki aðeins fram í viðræðunum um nýja ríkisstjórn; hún hafði einnig komið fram áður en þær viðræður hófust. Þegar Alþingi kom saman eftir kosningar 145

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.