Réttur - 01.07.1974, Qupperneq 13
Enginn vafi er á því, að flokksstjórn Al-
þýðuflokksins hafði ekki fengið að vita, þeg-
ar hún gerði sína síðustu samþykkt í mál-
inu, að þetta atriði yrði notað af Olafi Jó-
hannessyni til að slíta viðræðunum.
Gylfi vissi hins vegar mæta vel, að þessi
endurtekna samþykkt um samráðin mundi
leiða til viðræðuslita, — hann gekk því ekki
að neinu gruflandi jxá að hann færi augljós-
lega á baki við meirihlutann í sínum flokki.
Þegar Olafur Jóhannesson lýsti því yfir,
að þessi afstaða Alþýðuflokksins „réði úr-
slitum" í má'inu, voru efnislegar umræður
um þýðingarn.'Stu mál væntanlegs sam-
komulags komnar mjög langt áleiðis.
Við alþýðubandalagsmenn lýstum því yfir,
að við teldum að allt benti til þess að hægt
væri að ná endum saman, ef vilji væri fyrir
hendi.
Við höfðum bent framsóknarmönnum á,
að enginn vandi væri að láta þau fara fram,
Jæssi margumtöluðu samráð,. án verulegrar
tafar, og þá hlyti svo að fara, að meirihlutinn
í flokksstjóm Alþýðuflokksins léti til sín taka
og gerði samkomulagið að veruleika.
En allt kom fyrir ekki, Ólafur sat við sinn
keip og þó var hann ekki eins eftirgefan-
legur og síðan í samningunum við íhaldið.
NIÐURSTAÐAN
Sú niðurstaða sem ég dreg af þessum
vinstri-stjórnarviðræðum er þessi:
Framsóknarflokkurinn hafði nú gjörólíka
afstöðu til myndunar vinstri stjórnar en hann
hafði sumarið 1971, jægar hann vildi mjög
gjarnan komast í slíka stjórn. Nú var öll
framkoma flokksins mótuð af því, að hann
gœti alveg eins myndað stjórn með Sjálf-
stceðisflokknum og vinstri flokkunum. Nú
hafði hann tvo möguleika opna allan tím-
ann.
Framsóknarflokkurinn var nú óbilgjarn í
viðræðunum. Hann vék frá markaðri stefnu
í herstöðvamálinu, neitaði að fylgja fram
einarðri stefnu í landhelgismálinu og setti
fram grófar kröfur um kjaraskerðingu hjá
verkafólki.
Hægri armur flokksins réð ferðinni að
jsessu sinni og knúði Olaf Jóhannesson til
íhaldssamrar afstöðu og síðar til be'tnnar
undirgefni við Sjálfstceðisflokkinn.
Sú tylliástæða sem notuð var til að slíta
samningaviðræðunum gefur enga fullnægj-
andi skýringu á því, að ekki var mynduð
vinstri stjórn.
Auðvitað var Gylfi undir áhrifum íhaldsins
og vildi að jæssar viðræður strönduðu, en
staða hans var vonlaus innan Alþýðuflokks-
ins ef komið hafði til beinnar ákvörðunar
þar um þátttöku í vinstri stjórn. Það vissi
Olafur Jóhannesson fullvel, og hann gat því
— ef hann hefði viljað og treyst sér til
vegna hægriaflanna — knúið fram efnislega
afstöðu Alþýðuflokksins í stað þess að hengja
sig í ómerkileg formsatriði.
Astæðan til Jæss að ekki var mynduð
vinstri stjórn að þessu sinni var fyrst og
fremst sú, að hcegri öflin i Framsóknar-
flokknum réðu ferðinni og knúðu fram sam-
starf við Sjálfstceðisflokkinn og það þó að
það kostaði að Geir Hallgrímsson yrði for-
sœtisráðherra.
Olafur Jóhannesson þurfti ekki að hugsa
sig lengi um, eftir að hann hætti stjórnarvið-
ræðunum við vinstri flokkana. Samdægurs
leitaði hann til Sjálfstæðisflokksins, og það
hafa menn fyrir satt að það hafi tekið tvo
daga að ná samkomulagi um öll helstu
stefnuatriði. Þrefið í milli flokkanna sem
upp kom var allt um verkaskiptingu og
valdsvið einstakra ráðherra.
Gylfi Þ. Gíslason sprengdi viðræðurn-
ar að forminu til, en það „sem réð úr-
slitum“ var hægri sveiflan í Framsókn.
149