Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 29
bauð hann okkur inn að ræða málin yfir
tebolla.
Meðan við dreyptum á teinu lýsti Chiao
fyrir okkur bakgrunni kommúnunnar. Mesti
vandinn sem þessi kommúna átti við að etja
var kostarýrt land og erfitt loftslag. Flóð og
þurrkar skipmst sífellt á. Fimm ár sem falla
alJar i Gulá renna um land kommúnunnar.
Fy.'ir frelsunina (þ.e. valdatöku kommúnista.
Þýð.) liirti enginn um að hlaða upp í flóð-
garðana og ræsa fram áveituskurðina sem
vildu einatt fyllast. Ekki þurfti nema lítils-
háttar vatnavexti til þess að árnar flæddu
yfir bakka. Næmi úrkoma átta þumlungum
yfir vætutímann voru flóð vís.
Afrakstur af landinu hafði undantekning-
arlítið verið rýr. Það taldist gott ef u.þ.b.
6,9 skeppur korns fengust af ekru lands.
(Velstæðari kommúnur sem ég heimsótti
fengu allt að 114,6 skeppur á ekru. Til sam-
anburðar fengust að meðaltali í Bandaríkj-
unum árið 1959 21,3 skeppur hveitis á ekru).
Sum árin hafði uppskeran brugðist gjörsam-
lega. Til að mynda árið 1942 — sem bænd-
um verður hugsað enn til með skelfingu —
náði kornið ekki að þroskast, h.vorki liaust,
vetur, sumar né næsta haust. Yfir tvö þúsund
fjölskyldur flosnuðu þá upp og fóru á ver-
gang. Þrjú hundruð tuttugu og sjö fjölskyldur
urðu hungurmorða í þessu byggðarlagi. Tvö
lumdruð börn voru seld af fjölskyldum sem
var um megn að brauðfæða þau. Fólk lagði
sér til munns uppþornaðar grasrætur og trjá-
börk.
Mestallt jarðnæði var leiguland. Kommún-
istar komu á vettvang í október 1948, og
svo til samtímis var liafist handa um skipt-
ingu jarðeigna. Þetta hérað gekk í gegnum
sömu þróunarstig og flestir aðrir hlutar Kína
— fyrst komu samhjálparflokkar, þá sam-
vinnufélög á frumstigi, þá samvinnufélög á
„æðra stigi”, og nú alþýðukommúnur. Jafn-
vel samvinnufélögin á æðra stigi höfðu ekki
svarað, að dómi Chiaos, brýnustu þörfum
landbúnaðarins.'1 Hvað geymslu vatns snerti
til að mynda, eignuðu þeir sem bjuggu lengra
upp með ánni sér ofmikinn hlut og eftirlém
hinum sem neðar bjuggu ónógan skammt.
Og á flóðatímum gátu vanhugsaðar aðgerðir
þeirra í efri byggð orðið til þess að vatns-
borðið laækkaði í neðra. Auk þess voru sam-
vinnufélögin of lítil til þess að þau gætu vél-
væðst myndarlega. Dráttarvélar voru fágæt-
ar, og þar sem þær voru undir umsjá mið-
stýrðra dráttarvélastöðva urðu samvinnufé-
lögin að sækja fyrirfram um afnot af þeim.
Yfir annatímann komu dráttavélarnar ýmist
of seint eða of snemma.
Þegar fregnir af sputnikkommúnunnF’
bárust um héraðið fóru bændur liér strax að
ræða um það sín á milli livort ekki væri ráð
af stofna eina af „þessum nýju kommúnum".
Allir virtust því fylgjandi, fulltrúar voru
sendir með umsókn á fund héraðstjórnar-
innar. Héraðsstjórnin féllst á liana, og komm-
únan var formlega stofnuð 17. ágúst 1958.
Hið fyrsta sem þeir gerðu var að takast
á við vatnsgeymsluvandann. Með haka og
skóflur í liönd, og berandi tágakörfur, unnu
þúsundar karla og kvenna að því, milli liaust-
uppskerunnar og vorsáningar, að reisa fimm
nýja vatnsgeyma með geymslurými fyrir um
2300 miljónir lítra, svo og að því að grafa
áveituskurði þvert og endilangt. Chiao taldi
að nú mundi allt að tólf þumlunga úrkoma
ekki valda flóði, og þrátt fyrir meinlega
þurrka undanfarin tvö ár hefur fengist þó
nokkur uppskera.
„Hversu mikill er afraksturinn hjá ykkur
um þessar mundir", spurði ég.
„Næsta lítill. Þurrkarnir sem geisa núna
eru engu betri en 1942. Seinni liluta ársins
sem leið var engin úrkoma að kalla, aðeins
fáeinir dropar, og í ár (1960) liefur ekki
165