Réttur


Réttur - 01.07.1974, Side 33

Réttur - 01.07.1974, Side 33
EINAR OLGEIRSSON: HINN RAUÐI ÁLL ELLEFU ALDA ,,Þessi stund er þúsund hjartna bragur. Þetta er fólksins mikli reikningsdagur. Þessi rauði áll er yfrið fagur, af því hann er sigur kúgaðs manns." Jóhannes úr Kötlum í kvæðinu um „Níunda nóvember." Þjóðhátíðin er afstaðin. Þar var mikið um „brauð og leiki“, — sumir segja lítið um anda- gift, —. Er slíkt viðbúið í velferðarþjóðfélagi, þar sem dansinn er stiginn um „gull“-bílinn og einka- bústaðinn. En látum vera um leiki og brauð, ef ei vantaði hitt, sem hærra rís. Náttúran var eins gjöful á góða veðrið á Þingvöllum á þjóðhátíð og alþýðan á allsnægtir handa þjóðinni. En nú ortu menn ekki lengur ljóð á við „Land míns föður, landið mitt“, eða „Stóð ég við Öxará“. né strengdu þess heit að íslands byggð yrði óháð um aldir, — heldur „elskuðu landið gegnum bíl- rúðuna“. Reisnin á Þingvallahátíð var mannfjöld- inn mikli — og hvað hefði orðið úr þeirri reisn, ef rigndi? Og hvar var hin mikla hugarsýn um alfrjálst ísland, sem aldreigi bindi ncin bönd „nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd", um landið, þar sannleiki ríki og jöfnuður býr? Hvar var draumurinn um að höggvið yrði á herfjötur þann, er þrælbatt þjóð og land við ægilegasta morðher heims, — hvar vonin um að hrífa þjóð- ina upp úr því þjóðfélagsástandi, þar sem gróð- inn var tignaður sem guð í verki, þótt öðrum goðum væri hollustu heitið á helgidögum í orði, — ástandi þar sem kcrfisbundin lygi voldugra fjölmiðla blekkir og niðurlægir fólkið? — Það vakti jafnvel hneyksli voldugra aðila, ef minnst var á vonir og drauma þjóðarinnar um aldir. En myndlistasýningin á Kjarvalsstöðum var á- reiðanlega mörgum opinberun um mátt íslenskrar menningar í þúsund ár. Og sögusýningar er þar að vænta. Rauði þráðurinn í sögu íslands er barátta kúg- aðra, vinnandi stétta og undirokaðrar þjóðar fyr- ir að ná frelsi sínu. Rifjum upp glefsur úr henni. Það var þó áður vcl gert í „Rétti“ 1930 og með ágætum í bókinni „Neistar úr þúsund ára lífsbaráttu íslenskrar al- þýðu“ 1944 (Björn Sigfússon tók saman). I. Það er táknrænt upphaf íslands sögu, hvort sem satt er eður ei, að fyrsti landnámsmaður hér sé þrællinn, sem strauk til frelsis: Náttfari og kona hans, — eða hitt að saga hefjist sunnanlands með uppreisn þeirra þræla, er vógu kúgara sinn. Sjálf þjóðin verður til vegna baráttu bænda 169

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.