Réttur


Réttur - 01.07.1974, Qupperneq 34

Réttur - 01.07.1974, Qupperneq 34
og höfðingja gegn konungsvaldi. Landið byggist vegna viðleitni þeirra að forðast það ofríki. Þegar svo íslenskir höfðingjar vilja veita er- lendum konungi og her hans aðstöðu til árása og drottnunar í landinu rísa sjálfseignabændur upp að ráði Einars þveræings og hindra þá her- stöð. Þessi stétt sjálfstæðra vinnandi búandmanna hindraði undir forustu Skafta Þóroddssonar lög- sögumanns þróun höfðingjavalds í landinu. Ari fróði segir um hann í Islendingabók: „Urðu margir höfðingjar og ríkismenn sekir eða land- flótta um víg eða barsmíðar af ríkis sökum hans og landstjórn.“ Þessi stétt sjálfstæðra vinnandi manna hindrar og í heila öld þróun kirkjuvalds og ofstækisfullrar kreddutrúar, en mótar í til- tölulega friðsælu bændasamfélagi þá manngerð, sem verður aðal íslendinga: hinn sjálfstæða, höfð- ingdjarfa vinnandi mann. Sú manngerð er and- legur aflgjafi íslendingasagna, persónugerfingur hugsjónarinnar um reisn hins vinnandi manns áð- ur en ríkisvald drottnaranna kúgar hann og bælir, og áróður yfirstéttar í trúar-formi eða kenninga eitrar anda hans og niðurlægir. Þaðan er oss og þrjóskan komin, er entist oss best á límum niður- lægingarinnar undir erlendu valdi öldum saman. Þegar svo stórhöfðingjavald og kirkjuvald rís á 12. öld, sölsar undir sig jarðeignir bænda og svo frelsi þeirra, er sýnt hvert stefnir: Þegar sterk yfirstétt myndast á íslandi og alþýðan er bcygð eða brotin, þá er og frelsi þjóðarinnar hætt. En nöfn þeirra fáu yfirstéttarmanna, sem enn cru ís- lendingar, er á reynir, geymir sagan og alþýðan í þakklátum huga: Jón Loftsson veitti það svar, sem oft skorti á síðustu tímum: „Heyra má eg crkibiskups boðskap, en ráðinn er eg í að halda hann að engu.“ Þegar yfirstéttin endanlega sveik landið undir erlent konungsvald 1262—4, gerðu bændur lands- ins síðustu tilraunina, til að kaupa þjóðina undan landráðum höfðingjanna með „stórfé“ — eins og Sturlunga segir. — En það var rétt eins og ís- lensk alþýða nú færi að bjóða bandaríkjastjórn stórfé, til að losna við herstöðina, sem borgara- flokkar hefðu afsalað henni til áratuga eða alda. Hún myndi svara sem Hallvarður gullskór forð- um, að eigi væri það (auð-)konungs vilji að al- þýðan væri pínd til svo mikils fégjalds, — heldur vildi hann halda landinu. Hallvarður gullskór hét í nafni konungs „hlunnindum og réttarbótum“ — rétt eins og herinn vernd og vissum hlunnindum. Þannig sveik sú yfirstétt, er tekist hafði að sundra bændum og sigrast á þeim, þjóðina undir meir en sex alda erlenda áþján, sem drap að vísu yfirstéttina sjálfa, en alþýðan tórði af. II. Eftir að yfirstéttin hefur svikið landið undir erlendan konung ,verður henni fyrst ljóst hvernig komið er, — rétt eins og ýmsir íslenskir atvinnu- rekendur hefðu rekið sig óþyrmilega á, ef full- trúum þeirra hefði tekist að koma íslandi 1 Efna- hagsbandalagið, eins og suma þeirra dreymdi um. Það hófst viðnám í þrjár aldir gegn erlendu valdi, þar sem yfirstétt og alþýða oft stóðu sam- an, þótt hins vegar stéttabaráttan gengi sinn gang: yfirstétt landsins sölsaði undir sig æ meiri auð og jók kúgunina og sveitahöfðingjum landsins tókst með taumlausu afturhaldi sínu að hindra bæjamyndun á Islandi, þegar sjávarúlvegurinn átti mesta möguleika á þessum öldum, og seinka þannig þróun íslands um 300 ár. Svo öflugt var viðnámið að með drápi ýmissa slæmra erindreka afturhaldsins og útlends valds (Lénharðs fógeta, Jóns biskups Gerrekssonar o.l'l.) gátu íslendingar sér slíkan orðstír erlendis, að erfitt reyndist danakonungi, að selja öðrum kóng- um slíkt land (og síðan tókst ekki að selja það land fyrr en bretar scldu það könum í neyð sinni 1941 — og seldu þó hvað þeir ekki áttu). Og frelsisskrár islendinga frá þessum öldum (Arnes- ingaskrár, Áshildarmýrarsamþykkt o.fl.) eru til fyrirmyndar í frelsisbaráttu þjóðar, gcrólík t .d. hinum „óuppsegjanlega“ uppgjafasamningi við breta frá 1961. íslensk alþýða bjó við þrefalda yfirstéttarkúgun þessar aldir: veraldlega höfðingjavaldsins, kaþ- ólska klerkavaldsins og erlendu kúgaranna — og reyndi auðvitað oft að skýla sér á bak við eitt valdið gegn öðru. En svo undarlega fóru leikar að undir lokin varð einmitt fulltrúi harðvítugasta kúgunarvaldsins af þessum þrem, kaþólska kirkju- valdsins, leiðtogi síðustu andspyrnunnar, sem ís- lendingar veittu á þessum öldum. Lúterskan hóf feril sinn suður í Þýskalandi sem róttæk uppreisn og bylting gegn drottnun og arðráni kaþólsku kirkjunnar og jarðeignaaðals, er að henni stóð. Fyrr en varði var lúterskan 170

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.