Réttur


Réttur - 01.07.1974, Síða 36

Réttur - 01.07.1974, Síða 36
Ognir sjóslysanna Þessa táknmynd málaði Jón Engil- berts fyrir sögusýninguna 1944, til þess að tákna sjóslys 17. aldar og m.a. þær draugasögur, sem mynduð- ust út af þeim. E na nótt, 20. mars 1708, fórust 136 sjómenn. Lífið var alþýðunni kvöl. „Hinumegin" biðu kvalir fordæmdra þeirra, er risu upp gegn yfirvöldun- um. Þjónslund lútersku kirkjunnar við yfirstéttina birt'st best I bréfi Lúthers til þýsku furstanna í bændastríðinu þýska 1525 gegn hinum „rángjörnu og drápgjörnu bændum." Þar segir: „Því skal Ijósta þá, kyrkja þá og stinga leynt og Ijóst, hver sem betur getur, og minnast þess að ekkert eitraðra, skaðlegra og djöfullegra er til en uppreisnargjarn maður, — það er rétt eins og maður verður að drepo óðan hund." „Þess vegna eigið þér kæru herr- ar, að frelsa og bjarga, hjálpa og gustuka yður yfir veslings fólkið. Stingið höggvið, sláið, drepið nú, hver sem betur getur. Og tortímir þú lífi þínu fyrir það, heill þér, þvi að sælli dauðdaga munt þú aldrei fá." Og Luther v tnaði máli sínu til stuðnings í bibliuna, Rómverjabréfið I. 1. sem hljóðar svo: „Sérhver maður sé yfirboðnum valdstéttum hlýðinn, því ekki er nein valdstétt til nema frá guði, og þær sem til eru, þær eru skipaðar aí guði, svo að sá, sem að veitir vald- stétt'nni mótstöðu, hann veitir guðs- tilskipun mótstöðu." 172

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.