Réttur


Réttur - 01.07.1974, Qupperneq 37

Réttur - 01.07.1974, Qupperneq 37
tíma, þar sem hver strengur titrar af tilfinningu með þeim kúguðu og smáðu, en áfellir oft að sama skapi yfirvöldin. „Yfirmennirnir allra fyrst óskuðu að drottinn krossfestist." Passíusálmarnir skapaðir af Hallgrími Péturssyni, skýrðir og skil- greindir snilldarlega af Halldóri Laxncss:l) verða kvalastuna og bænaóp þjáðrar, ofurseldrar al- þýðu. „Þannig táknar Jesús á nokkurnveginn raun- liæfu máli alþýðumann 17. aldarinnar frammi fyrir valdi og réttvísi aldar sinnar, niðurlæging hans og stegling er niöurlæging og stegling þjóð- arinnar á þessari öld, sérhvers einstaklings. Jesús er spegilmyndin af hinum kaghýdda suðurnesja- manni íslands.“ ,.í tárum hans (Jesú) grælur almúginn hlutskipti sitt, blóð hans táknar kvöl fólksins, í krossfestingu hans er falin uppgjöf þess gagnvart hinu fjand- samlega þjóðskipulagi einveldis og aðals, í dauða hans, dauða þess sjálfs, eygir það lausn sína.“ („Vettvangur dagsins", bls. 42) Eins og Jcsús verður í skilgreiningu Halldórs Laxness á skáldskap Hallgríms Péturssonar tákn- mynd krossfestrar alþýðu svo markar hann og í skilgreiningu sinni á guðfræði þcssara alda máttarvöldum annars heims, þeirn Guði og And- skotanum bás sent endurspcglun á ríkisvaldi yfir- stétta á jörðu: ..Drottinn og Andskotinn eru í hugmyndakerfi 17. aldarinnar ekki andstæð nc ósamkynja megin- rök. heldur bæta þeir hvorn annan upp, starf þcirra er víxlstarf mcð samkynja undirstöðurök- um, annar tckur við þar sem hinum slcppir, eins og framkvæmdavald tekur við af löggjafarvaldi, böðull af dómara. Drottinn sendir Andskotanum til eilífðarpyndingar hvern þann þræl sinn sem ckki kyssir svipuna í auðmýkt, hvern sem til- raun gerir að rísa gegn vilja hans, svo þannig væri án Andskota ekkert réttlæti framkvæman- legt.“ („Vettvangur dagsins" bls. 23) Þegar þannig er verkum skipt minnir Halldór á hvað séra Hallgrímur segir um Jesú í upphafi „Eintals sálarinnar“: „Sannlcga bar hann vorn sjúkdóm og hlóð á sig vorri angist," og segir síð- an um þennan Jesú: „Hann er ekki aðeins vopna- bróðir nianna og fulltrúi, heldur íntynd allrar baráttu þeirra gcgn ofsa Drottins. Þar scm hinn rciði Drottinn dómsins, ásamt framkvæntdavaldi SÍnu, Djöflinum, er spegill og tákn stjórnarfars- ins, þá er jesúsinn tákn manneðlisins." („Vettv. dagsins" bls. 41—42) En þótt þjóðin væri brotin á bak aftur og frelsisbarátta hennar kæfð, þá lifði samt upp- reisnarhugurinn í einstaklingum. Og þótt alþýðu- maður eins og Pétur Jónsson úr Borgarfirði gæti aðcins túlkað réttláta reiði alþýðu með því að segja að „það færi betur þeir væru afhöfðaðir lögmannaskammimar“ og hlyti hýðingu fyrir á alþingi 1685, þá barst alþýðunni andlegt lið frá uppreisnarmanni í yfirstétt, þegar Jón biskup Vídalín helti úr skálum reiði sinnar yfir spillta yfirstétt landsins á mcrgjaðasta máli tungunnar, — byltingarfræ það sem sáð var í kristnina í upphafi vega, brýst alltaf öðru hvoru út í gegn- um alla trúarkredduna og hræsnina, sem þjónar og hentar yfirstéttinni. En þessi alþýða, sem þjáðist þannig undir svipu yfirstéttarinnar og megnaði ekki sér vöm að veita, bjargaði íslenskri tungu, þegar yfirstéttin varð æ danskari. Og hún geymdi í hjarta sér von- ina um bjartari framtíð og fordæminguna á kúg- urunum og fól hvort tveggja í æfintýrunum, þar sem karlssonurinn úr kotinu fær konungsdóttur- ina að lokum, — í útilegumannasögum þar sem frjálsir menn byggðu frjósama dali þar snjó ei festi, — í huldufólkssögum eins og um Þórð á Þrastastöðum, sem verslaði svo vel við álfakaup- mann í Höfða, — í draugasögum, sem kváðu upp dóminn yfir útlendu yfirstéttinni og þýjum hennar cins og í „Ekkjunni á Álftanesinu". — En heiftarlegast blossar hatur barðra þræla og solt- inna í bölbænum og níðvísum til kúgaranna, svo mögnuðum að sökkt gátu heilum skipum, er ákvæðaskáld voru að verki. IV. Svo aðkrepl er alþýðan andlega og líkamlega, er bestu menn þjóðarinnar hefja baráttuna gegn kúguninni í lok átjándu aldar að hún fylgdist vart með, er Skúli fógeti lætur til skarar skríða gegn kaupmannavaldinu. „Kreptur þankinn þolir ekki þetta háa ris.“4) Og sú reynsla fær þrautpínt fólk til að spyrja sjálft sig: „Getur slíkur djöfull sem landfógctinn verið íslenskur maður?“ En kaupmannavaldið skildi hvað í húfi var: „Þennan djöful þarf að stöðva, þetta er bylting hrein.“4)

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.