Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 41

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 41
heims, — og „vemdarenglar“ þcssa valds gætu orðið boðberar þcss vítiselds er eyddi landi og þjóð. íslensk þjóð á það allt undir alþýðu sinni að varðveita sjálfstæði landsins, — eins og hún bjargaði tungunni, kjarna þjóðemis síns, á myrkustu öldunum. Þjóð vor getur engri annarri stétt treyst en alþýðunni og menntamönnum henn- ar þegar hættan er mest sökum þess andvaraleysis er yfirstéttin elur á. Og einmitt nú á 1100 ára afmælinu ,var letrað á vegginn MENE TEKEL, ægilegri viðvörun en nokkm sinni fyrr. Sósíalista- flokkurinn varaði við hættunni á hernámi hugar og hjarta, þegar ameríski herinn hernam ísland í samráði við íslenska leppstjórn 1951. Sú hætta blasir nú við eftir undirskriftaskjalið illa . Lítilmótlegasta bænaskjali íslenskrar sögu var beint til innrásarhers og erindrcka hans, cinmitt af ríkustu kynslóð, sem landið hefur byggt. Það, sem fátækar kynslóðir íslendinga frá upphafi vega höfðu varast — og aldrei fallið í þá freistni að biðja um her í þetta land, •— það lét sá hluti ís- lendinga, sem hugsa sem feitir þjónar, sig hafa árið 1974. Hvílíkur munur hefði það ekki verið fyrir Þórarinn Nefjólfsson að geta komið til Ólafs konungs með kurteislega beiðni þúsunda íslend- inga um hvort hann vildi ekki vera svo vinsam- legur að hafa í Grímsey norskan her! — Það var annars ljóta greyið að Grímsey skyldi ekki vera í byggð 1024, því þá hefðu íbúarnir máske getað tekið til sinna ráða og bcðið Ólaf konung um hervernd, fyrst Alþingi var svo aumt að falla fyrir freistingum „föðurlandsofstækisins" í Einari þveræing. Hve hefði ekki hýrnað svipur á Hcnrik Bjelke í Kópavogi forðum, ef Árni lögmaður hefði kom- ið til hans hlakkandi af glcði með undirskrifta- skjal þingmanna, er báðu konunginn um að gera sér þann heiður og ánægju að þiggja einveldi yfir þjóðinni! — Hvílíkt „föðurlandsofstæki" að fara að fella tár yfir slíku! Hve Trampe greifi má öfunda þann góða gang- ster lýðræðisins, Tricky Dick, af að þurfa ekki cinu sinni að hafa hcrmenn við Tjarnarbrúna, hvað þá að hcyra þjóð sameinast í einum kór: Vér mótmælum allir! — Hvílikt föðurlandsof- stæki að kunna ekki að meta þá dásamlegu vemd að innlimast 1 danska ríkið! Það hlýtur að hækka brúnin á Watergate- gangsterum og Víetnam-morðingjum, þegar þeir geta svínbeygt fyrrum frjálsa þjóð svona ódýrt: — nokkrir falskir lúðurhljómar um lýðræði í allmörg ár og borgarmúrarnir hrynja, asninn klyfjaður gulli labbar inn og VL-lýðurinn krýpur, — ekkert Víetnam, engin þörf einu sinni á of- beldishótun sem forðum. Þegar Grikkland fer úr hernaðarbandalagi Nato, þsgar Portúgal hristi af sér fjötra fasism- ans, hvílík huggun blóði drifnum hervaldsdrottn- urum Bandaríkjanna er það þá ekki, að sjá slíkt þýlyndi sem þessarar bænarskrár hjá þjóð, sem eitt sinn var fræg fyrir ást sína á frelsi og þrjósku sína og þrályndi við að varðveita það. Þess vegna á aldamótaeggjan Einars Benedikts- sonar meira erindi til alþýðu fslands á þessu 1100 ára afmæli íslandsbyggðar en nokkru sinni fyrr: „Heyrið ánauðug lönd brjóta ok, slíta bönd, heyrið írann og grikkjann með þyrnanna krans. Eigum vér einir geð til að krjúpa á knéð og að kaupa oss hlé fyrir rétt þessa lands?“ SKÝRINGAR: *) Samþykkt Kálfatjarnarþings á traustsyfirlýs- ingu til einokunarkaupmannsins Knud Storms er m. a. prentuð í „Neistum“ 1. heftis Réttar í ár. 2) „Ncistar úr þúsund ára lífsbaráttu íslenskrar al- þýðu.“ Björn Sigfússon tók saman. Rvík 1944. 2) Hin ágæta ritgerð Halldórs „lnngangur að Passíusálmum“ er prentuð í „Vettvangi dags- ins“ 1942. /‘) Vísuorð úr kvæði Jóhannesar úr Kötlum um Skúla fógeta „Hver er þessi rödd?“ í „Hrím- hvítu móður“. B) Úr „íslands glaðværð“, 1795. Mynd á síðu 174: „Hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk." — 1. maí í Reykjavik. Mynd á síðu 176: fslendingar fylkja liði gegn hernáminu. 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.