Réttur


Réttur - 01.07.1974, Page 43

Réttur - 01.07.1974, Page 43
KJERSTI ERICSSON, f. 1944: F angelsi er ekki staður fyrir fólk í Portúgal var maður hann barðist í þágu verkafólksins þegar hann var látinn laus eftir 16 ár sagði hann: ég sé ekki eftir því því að minn var hinn rétti málstaður en meðan tíminn líður verður hár ástvinarins algjörlega grátt manstu að liturinn var annar áður? eftir 16 ár er ekkert lengur eins og það var margir vinir eru látnir og það er gróið yfir götuslóðana Svartur maður í Jóhannesarborg hélt hann væri manneskja þegar dómurinn um 12 ár var kveðinn upp hrópaði konan hans: eiginmaður minn, ég er hreykin af þér! en meðan tíminn líður verður hár ástvinarins algjörlega grátt manstu, að liturinn var annar áður? eftir 12 ár er ekkert lengur eins og það var margir vinir eru látnir og það er gróið yfir götuslóðana Maður í Austur-Þýskalandi og kona í Vestur-Þýskalandi sátu í fangelsi fyrir styrjöldina miklu í styrjöldinni miklu eftir styrjöldina miklu maður í Paraguay var ekki pyntaður alveg til dauða þau kvarta ekki enn yfir heiðarleika sínum og hugrekkinu en meðan tíminn líður verður hár ástvinarins algjörlega grátt manstu að liturinn var annar áður? eftir myrk ár er ekkert lengur eins og það var margir vinir eru látnir og það er gróið yfir götuslóðana (Úr „Gruppe 67“, J. W. Cappelens Forlag, 1967) íslenskað af Guðmundi Sæmundssyni nóvember 1971. 179

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.