Réttur


Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 19

Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 19
Einar Olgeirsson: SILVIA GINGOLD HvaS eftir annað er sem skæru kast- Ijósi sé varpað á það, sem býr á bak við Potemkin-tjöld lýðræðisins í Vestur- Þýskalandi — og óhugnanleg sýn blasir við: sú, er minnir á ofsóknir nasismans, sem urðu undanfari fjöldamorða í fanga- búðum og mannskæðustu heimsstyrjald- ar sögunnar. Það eru ekki smáflokkarn- ir, sem kenna sig við hakakrossinn þar, sem hættan stafar af, en öll aðdáunin, sem birtist hjá fjölda fólks í sambandi við Hitler-kvikmyndir og Hitler-bækur — hrokinn og fögnuðurinn hjá þúsundum, þegar dæmdum, nasistískum fjölda- morðingja, Kappler, var forðað úr fang- elsi í Róm til hins örugga hælis nasist- ískra glæpamanna í Bonn-ríkinu, — æs- ingin gegn bestu menntamönnum Þýska- lands, svo sem t. d. Nóbelsverðlauna- skáldinu Heinrich Böll, þegar vinstri-vill- ingarnir, stjórnleysingjar, rændu for- manni atvinnurekendasambandsins, milljónamæringnum og nasistaleiðtog- anum Schleyer — það allt sýndi hve grunnt er á nasismanum í þessu Nato- ríki. Ef til vill er þó „starfsbannið" (das „Be- rufsverbot“) táknrænast fyrir hvernig ofsókn- arandinn gegn sósíalisma og öllu frjálslyndi, er að festa rætur á ný í Vestur-Þýskalandi. Allur fasismi byrjar með ofsóknum gegn kommúnistum og loks eru allir þeir brenni- merktir sem kommúnistar, sem ekki vilja beygja sig fyrir valdhöfunum og ofstæki þeirra. (Islendingar þekkja slíkt frá þeim tíma, er t. d. Árni frá Múla og Vilmundur Jónsson voru brennimerktir sem kommúnist- ar.) „Starfsbannið“ er bann við því að nokk- ur maður, sem aðhyllist kommúnisma eða aðrar skoðanir fjandsamlegar stjórnarskránni, fái að vera í starfi bjá því opinbera. Lestar- stjóri nokkur var t. d. dæmdur frá því að mega keyra járnbrautarlest, af því hann var félagi í DKP, þýska kommúnistaflokknum, sem er löglegur flokkur í ríkinu, fær að bjóða fram til þings, á sæti í ýmsum bæjarstjórnum o. s. frv. Fleiri og fleiri verða fyrir l)arðinu á þessum ofsóknum, sem framfylgt er af hörku af æðri dómsvöldum og ríkisvaldinu. Hér skal sagt frá einni konu, kennara að mennt, sem orðið hefur fyrir barðinu á þess- um hálffasistísku ofsóknarlögum. Silvia Gingold mun vera fædd árið 1944. Foreldrar hennar höfðu sagt henni frá of- sóknum þeim, sem Gyðingar sættu á Hitlers- tímanum og urðu ýmsir úr fjölskyldunni níð- ingsskap ofstækismannanna að bráð. Afi hennar og amma urðu að flýja frá Þýskalandi lil Frakklands 1933, af því þau voru Gyðing- ar. Þegar nasistar hertóku Frakkland tókst afa hennar og ömmu að fara í felur, en tvö af sex börnum þeirra biðu bana í eiturgasklefum Auschwitz. Faðir hennar barðist í hinum leynilega frelsisher Frakka, komst nauðuglega hjá því að vera drepinn af fasistum. Foreldrar hennar héldu svo heim 1945, til þess að taka þátt í myndun frjáls, lýðræðis- legs Þýskalands. En þau fengu fljótt að kenna 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.