Réttur


Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 20

Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 20
á öðru. 17. ágúst 1956 var Kommúnistaflokk- ur Þýskalands (KPD) sá flokkur, er mestar fórnir hafði fært í baráttunni gegn nasism- anum allra þýskra flokka, bannaður. Lögregl- an hóf þá m. a. húsleit í húsi Gingold-fjöl- skyldunnar, sem Silvia, þá 12 ára, man enn vel. Full kofort af bókum voru flutt burt: „Vestrænt frelsi“ í algleymingi! Ung hóf Silvia baráttu gegn nýnasismanum og Gyðingahatrinu, sem skjótt fór að bera á. Hún lét og í ljósi andúð gegn framferði Bandaríkjahers í Víetnam, yfirleitt hvers kon- ar afturhaldi og kúgun. Og allt þetta var notað gegn henni í réttar- höldum 10 árum síðar. 1968 gekk hún í „sós- íalistíska æskulýðshreyfingu“ og nokkru síðar í hinn löglega þýska kommúnistaflokk (DKP). 1976 stóðu fyrstu réttarhöldin gegn henni. Hún hafði þá verið fjögur ár kennari í Norð- ur-Hessen og aldrei fundið að kennslu hennar, vinsæl af nemendum. Þau réttarhöld vöklu mikla athygli erlendis, fulltrúar ýmissa fjölda- samtaka frá Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Austurríki og víðar að voru viðstaddir, þar á meðal margir lögfræðingar. Og hún var sýkn- uð. En menntamálaráðherrann áfrýjaði dómn- um. Hún skyldi dæmd frá kennslu. Og hann hafði sitt fram. 27. júlí 1977 hófust málaferli fyrir yfirrétt- inum í Kassel. — Samúðin með Silviu frá fjölda landa var almennari en nokkru sinni. En ekkert hafði áhrif á hina fasistísku háyfir- dómara hins „lýðræðislega“ Vestur-Þýska- lands. M. a. er það notað gegn henni að hún var við þingkosningar 1976 frambjóðandi hins lögleyfða þýska kommúnistaflokks (DKP) - og var dæmd frá kennarastarfi. Svo hastarlegar eru andstæðurnar í þessu Vestur-Þýskalandi, að í sömu borginni, Mar- burg, þar sem Silvia var í kjöri, var og í kjöri maður að nafni Hans Wissebach, leiðtogi al- þjóðlega alræmdrar hryðjuverkasveitar: Waffen-SS, sem nú er bönnuð, en önnur sam- tök tóku við af þeirri sveit: HIAG og hann hefur forustu fyrir þeim og þau eru leyfð. - Hann fær að sitja á þingi í Bonn sem einn af þingmönnum íhaldsflokksins CDU („Kristi- legra lýðræðisbandalagið“)! „Glöggt er það enn livað þeir vilja“ - auð- menn og hershöfðingjar Vestur-Þýskalands, ekki síst þrautreyndir nasista-herforingjar úr Hitler-hernum, sem stjórna einnig Nato-herj- um. Drukknir af valdasýkinni og auöhyggj- unni eru þessir menn búnir að gera Vest- ur-Þýskaland að ríkasta, hervæddasta Nato-ríki Norðurálfu, eina örugga banda- manni Bandaríkjanna, sem nú verða að mæna á markið þýska til að styðja fall- andi dollarann. Það er tími til kominn að við íslendingar séum á verði. Alþýða Islands man þá tíð, er verkamenn, menntamenn, skáld og rilhöfund- ar voru settir á svarta lista - voru sem sósía- listar hundeltir og útlægir frá skólum og emb- ættum ríkisins, jafnvel löggjöf undirbúin til að banna þeim allan slíkan aðgang, setja þá með lögum utangarðs - allt undir yfirskyni þess að vernda lýðræðið. Það er þjóð vorri nauðsynlegt, sem sjálf var blekkt og svikin inn í Atlantshafshanda- lagið, að fylgjast með hvernig fjötrarnir eru lagðir á menn: hér á hug og hjarta með mann- spillandi áróðri og blekkingum, þar með laga- banni og ofsóknum. Ef ekki er staðið fast og öruggt á verði getur það enn leitt til ófyrir- sjáanlegra ógna: Atlantshafsbandalagið er eins og Þríveldahandalag Hitlers var fyrst og fremst myndað gegn sósíalismanum, gegn al- jiýðu lieims. Stóri munurinn er nú sá að al- þýða veraldarinnar er nú voldugri og sterkari en þá var og auðvald heimsins því hrætt. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.