Réttur


Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 24

Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 24
verkalýðssamtökin sjálf komi til móts við og virki þann mikla áhuga, sem nú er ótvírætt til staðar á verkalýðssögu hjá stórum hópi ungra fræðimanna og búi þeim einhverja aðstöðu til að sinna rannsóknum á því sviði. Hin sígildu sannindi Annað var það, sem einnig leitaði á hugann við lestur bókarinnar um Gúttóslaginn. Hér á ég við baráttuaðferðir og haráttuaðstæður verkalýðssamtakanna, það sem líkt er nú og þá, og svo aftur hitt, sem breytzt hefur. Mig langar að víkja hér að þrennum grund- vallarsannindum, sem standa ekki síður í góðu gildi nú en þá, og verkalýðssamtökin verða jafnan að leggja til grundvallar í starfi sínu, ef það á ekki að verða marklaust fálm. 1) Verkalýðssamtökin mega aldrei missa sjónar af því meginatriði, að það markmið þeirra að berjast fyrir frjálsu jafnréttissamfé- lagi vinnandi manna heila og handa, gengur í grundvallaratriðum gegn lögmálum kapítal- ismans, sem byggir á frelsi fjármagnsins, arð- ráni manns á manni og rétti hins sterka til að fara sínu fram án tillits til afleiðinganna fyrir fjöldann. Skilningur á þessum meginsannind- um mun koma í veg fyrir, að verkalýðsfélögin ánetjist þröngri kjarahyggju í baráttu sinni, og jafnframt brýna þau til að hafa á oddinum margháttaðar pólitískar kröfur. Hvað varðar pólitíska kröfugerð verkalýðssamtakanna á hverjum tíma, skiptir mestu að leggja jafnan áherzlu á kröfur, sem benda út fyrir ramma ríkjandi þjóðfélags og fela í sér breytingar á gerð þjóðfélagsins eða búa í haginn fyrir slík- ar breytingar. Aðeins með þeim hætti mun nást eðlilegt samhengi milli dægurbaráttunn- ar og pólitískra langmiða verkalýðshreyfing- arinnar. 2) Það eru forn og ný sannindi, sem aldrei verða of oft áréttuð, að pólitísk barátta er þá hvað líklegust til að bera árangur, þegar tekst að samhæfa baráttu innan þingræðisstofn- ana þjóðfélagsins, á Alþingi, í bæjar- og sveitastjórnum, við virka fjöldabaráttu á hin- um ýmsu sviðum þjóðlífsins utan þessara stofnana. Það er ástæða til að reyna að meta á raunsæjan hátt })á möguleika, sem starf í þingræðisstofnunum í borgaralegu samfélagi býður upp á. Þá möguleika má hvorki ofmeta, eins og sósíaldemókratar hafa löngum gert, né heldur vanmeta þá eða jafnvel afneita þeim með öllu eins og virðist vilja við brenna hjá sumum hópum róttæklinga, sem telja sig yzt á vinstri væng stjórnmálanna. Á Alþingi og í bæjarstjórnum hafa sósíalistar aðgang að ræðustóli, þaðan sem ná má til mikils hluta þjóðarinnar og þar sem hægt er að fletta ofan af ranglæti og misrétti ríkjandi þjóðskipu- lags og benda á að til eru aðrir valkostir: rót- tæk umsköpun þjóðfélagsins í átt til sósíal- isma. Það er trúa mín, að haustið 1932 hafi sam- hæfing af þessu tagi átt sinn þátt í að áform- um bæjarstjórnaríhaldsins um kauplækkun var hrundið. Þá mótuðu einstök verkalýðsfé- lög ákveðnar kröfur í atvinnumálum, þessar kröfur voru síðan teknar upp í bæjarstjórn og þeim svo fylgt eftir með fullum þunga af hinum ól)reytla liðsmannafjölda. Þess er ekki að dyljast, að sú samhæfing þingræðislegrar baráttu og virkrar fjöldabar- áttu utan þings, sem hér hefur verið rætt um, hefur ekki verið svo traust sem skyldi nú um allmörg ár. Því er þó ekki að leyna, að ýmis teikn eru á lofti um að nú sé að verða nokkur breyting til batnaðar í þessu efni, og má í því sambandi minna á hlut verkalýðssamtakanna að baráttunni gegn undansláttarstefnu ríkis- stjórnarinnar í landhelgismálinu á sínum tíma og þá barátlu, sem nú stendur yfir gegn kjara- skerðingarlögum ríkisstjórnarinnar. 3) Það mun aldrei nást umtalsverður eða 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.