Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 43
ftiinningar, heilar og brot, varðandi ýmsa
bestu forustumenn þýsku hreyfingarinn-
ar: August Bebel, Wilhelm Liebknecht,
Karl og Rósu, Klöru Zetkin, Levine,
1 hdlmann, Wilhelm Pieck, Hermann
Ðuncker, Wilhelm Florin, Bruno Leus-
chner, Wilhelm Koenen, Edtuin Hoernle
°- fl. o. fl. og eru ýmsir þessara síðar-
fiefndu lesendum Réttar kunnir. Eru
þarna hinar víðfeðmustu heimildir að
vinna úr og tæki öll og aðstaða framúr-
skarandi góð.
Þessi stofnun Marxismans-Leninism-
ans hefur hinum færustu vísindamönn-
um á að skipa.
Forstjóri stofnunarinnar í heild er Dr.
Heyden, forstjóri bókasafnsins er Dr.
Jiirgeti Stroech, sem einnig er prófessor,
en prófessor Dr. Hans Voszlte er forstjóri
skjalasafns flokksins. Sýndu þeir mér
safnið, er ég lieimsótti það sl. sumar og
gat fært þeim ýmislegt af gömlum gögn-
um, er þeim þótti vænt um að fá. Vara-
forstjóri er Dr. Karl-Hemz Hadicke En
sá starfsmaður, sem ég hafði þó mest sam-
band við og rækilegast, kynnti mér hinar
43