Réttur


Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 25

Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 25
varanlegur árangur í kjarabaráttu launa- manna eöa í baráttunni fyrir sósíalískri um- sköpun þjóðfélagsins, nema fjöldinn sé virkur í jseirri baráttu. Sá árangur, sem náðist í hörð- um stéttaátökum fjórða áratugsins, byggðist ekki hvað sízt á jrví, að jíá var a. m. k. tals- verður hluti verkalýðsins mjög virkur og ein- beittur í baráttunni. Svipað má segja um þá lífskjarabyltingu, sem átti sér stað í kjölfar skæruhernaðarins árið 1942. Hitt er svo ann- að mál, að jrað er engan veginn einfalt eða auðvelt verk að vekja eða viðhalda virkni eða áhuga fjöldans. Það er miklu auðveldara að drepa slíkt niður með röngum starfsháttum og vinnubrögðum. Segja má, að einmilt um þessar mundir ættu að vera til staðar nokkuð góðar forsend- ur til að virkja menn til baráttu, eftir að allir launamenn hafa nú orðið fyrir barðinu á kjaraskerðingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Þau samningsrof, sem nú hafa verið framin, hafa blásið mönnum í brjóst réttlátri reiði og heil- agri vandlætingu í garð þeirra stjórnvalda, sem ekki sjá neina leið til lausnar á þeim efnahagsvanda sem við er að glíma, nema skerða umsamin launakjör. Hin ytri skilyrði bjóða þannig upp á möguleika til að virkja fjöldann til baráltu. Hvort jjað tekst bæði í bráð og í lengd mun m. a. ráðast af jrví, hvernig til tekst um samband forystu og ó- breyttra liðsmanna. Það er að sjálfsögðu hlut- verk forystumanna að móta stefnu og veita forystu, en sú stefna ein mun reynast sigur- strangleg, sem mótuð er í framhaldi af al- mennri lýðræðislegri umræðu og tryggir, að frumkvæði óbreyttra liðsmanna fái að njóta sm. Umfram allt jrarf að koma í veg fyrir, að l^au bönd, sem binda forystu og óbreytta liðs- ^wenn, séu bundin með jreim bætti, að forystan haldi öllum þráðunum í hendi sér, en liðs- oiennirnir séu einungis ,bandingjar“ foryst- unnar. Aðstæður hafa líka breytzt Ekki er síður ástæða til að gefa gaum þeim forsendum, sem breytzt hafa, en hinum, sem enn standa að flestu leyti óhaggaðar og drep- ið hefur verið á hér að framan. Mig langar að endingu að minna á tvennt í ])ví sambandi. 1) A fyrstu áratugum verkalýðsbaráttunn- ar einkenndist hún af því fyrst og fremst, að einstök verkalýðsfélög stóðu ])á í átökum, hvert á sínum stað, ýmist við einstaka at- vinnurekendur eða sameinað atvinnurekenda- vald á viðkomandi stað. Þetta var ofur eðli- legt á þeim tíma, þegar einstök félög voru að berjast fyrir viðurkenningu á samningsrétti sínum og fyrir leiðréttingu á kjörum félags- manna sinna til samræmis við það, sem gerð- ist í sömu starfsgrein. Auðvitað slóðu þessi félög ekki ein í sinni baráttu. Oft fengu þau mikilvægan stuðning frá öðrum félögum eða frá heildarsamtökunum. Nú á síðari árum hefur hins vegar þróunin öll verið í þá átt, að dregið hefur úr frum- kvæði einstakra verkalýðsfélaga, en öll á- herzla verið lögð á sem víðtækasta samstöðu verkalýðsfélaganna um kröfugerð og samn- ingsgerð. Talsvert hefur verið deilt á þessi stóru samflot, og er margt í þeirri gagnrýni réttmætt. Sú mikla miðstýring á samnings- gerðinni, sem þeim fylgir, getur haft áhrif í þá átt að lama frumkvæði einstakra verka- lýðsfélaga og slæva baráttuhug óbreyttra liðs- manna, sé ekki rétt að málum staðið. Þá er ljóst, að í heildarsamningum getur orðið erf- itt um vik að ná fram ýmsum atriðum, sem snerta einstök félög og starfsgreinar sérstak- lega. Sjálfsagt liggja margar orsakir til þeirrar þróunar í átt til stórra samflota og heildar- samninga, sem hér hefur verið gerð að um- talsefni. Hér skal aðeins hent á þrennt sem haft hefur áhrif í þessa veru. Þessi þróun end- urspeglar í fyrsta lagi sívaxandi tilhneigingar 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.