Réttur


Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 18
frá framkomu hans. Hún vildi ekki að ég hugsaði um skotvopnin sem falin voru í skúffunum eða hina grátandi þeldökku konu sem komið liafði að dyrunr okkar æpandi um hjálp. Hún óskaði að ég hugsaði mér lieim þar sem í framtíðinni ríkti samræmi og jöfnuður. Ég skildi ekki hvað hún átti við.------- Af þessu smábroti sjáum við hvernig andrúmsloftið var. Og er? 3. kafli segir frá háskólaárum Angelu í Massachusetts, Frankfurt og París, námi hennar og reynslu. Hvernig hún finnur að áframhaldandi nám er óhugsandi án þátttöku í stjórnmálastarfinu. 4. kafli Ijallar um þátttöku Angelu á þriggja ára tímabili (1967—1970) í bar- áttu hinna þeldökku gegn alls kyns órétt- læti. Hvernig hún reynir að skipuleggja, fræða og stappa stálinu í meðbræður og systur. Kaflanum lýkur með dauða Jona- than Jacksons, bróður George Jackson. í kafla þessum eru tekin óhugnanleg dæmi um fólsku lögreglunnar og hlægilega dóma réttvísinnar. Úr 4. kafla: . . . Heitt síðdegi í febrúar óku Gregory Clark (18 ára) og vinur hans eftir Was- hington Bouleward í bifreið af gerðinni Mustang, nýjustu árgerð. Þeir drukku gosdrykk úr dósum sem voru í brúnum pappírspokum. Þegar þeir komu til Vineyard, benti lögreglumaður úr deild lögreglunnar í Los Angeles þeim að stöðva við vegarbrúnina. Lögreglumað- urinn sagði þeim að þeir ‘hæfðu’ ekki bílnum sem þeir óku. Svo kom hann auga á brúnu pokana og án minnstu sannana sakaði liann þá um að drekka öl meðan á akstrinum stóð. Vitnin sögðu að bræð- urnir hefðu mótmælt, lögreglumaðurinn neitaði að hlusta. Skipaði þeim að fara út úr bílnum og ætlaði að handjárna þá. El til vill hefur Gregory hækkað röddina. Ef til vill reyndi hann að hindra lögregl- mra í að festa handjárnin. Ef til vill gerði hann ekkert. Carleson lögreglumaður handjárnaði hann en lét sér það ekki nægja. Hann sló Gregory til jarðar og þar sem hann lá þar með andlitið á grúfu og hendurnar handjárnaðar fyrir aftan bak, skaut liann Gregory í hnakkann með skammbyssu kaliber 38 . . . . . . Leonard Deadtvilder var á hraðferð til sjúkrahússins í Los Angeles með van- færa konu sína. Hvítur vasaklútur var festur við loftnetstöngina til að sýna að um væri að ræða neyðartilvik. Lögreglu- menn stöðvuðu hann, sökuðu hann um að aka of hratt og án þess að reyna að fá skýringu, skutu þeir hann og drápu. — „Heimil manndráp“ . . . 5. kafli tekur upp söguþráðinn frá I. kafla. Við fylgjumst með Angelu í fanga- vistinni, í einangrunarklefum og réttar- höldunum. Erásögnin er hlaðin spennu, þeirri spennu sem sá einn getur lýst er reynt hefur. 6. og síðasti kaflinn segir frá vali kvið- dómenda og dómsúrskurðinum. Bók Angelu gefur einstæða innsýn í líf þeldökkrar konu sem frá barnæsku má þola þá kúgun sem fylgir í kjölfar kyn- þáttamisréttis. Pólitísk meðvitund og barátta hennar fyrir gjörbreytingum hef- ur mótast í stöðugri andstöðu við þjóð- félag sem á kerfisbundinn hátt — og oft- ast með góðum árangri — kúgar hennar líka. Angela Davis er ein þeirra sem hefur lifað af og heldur baráttunni áfram. Ein- göngu það er einstakt. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.