Réttur


Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 68

Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 68
ir flokkurinn þeim, sem og öllum starfs- mönnum flokksins, þar með flokksfor- manninum George Marchais, laun, sem samsvara launum „faglærðs verkamanns í Parísar-umdæmi“, sem nú er um 4000 frankar (220.000 ísl. kr.). 3. Gjafir og styrkir til flokksins við safnanir og sérstakar „hátíðir“ eins og t. d. „L’Humanite" (blað flokksins) — en síðasta blað-hátíð ávann flokknum liálfa milljón franka (27 milljónir ísl. kr.). Rekur Spiegel ýtarlega hve mikið flokkn- um áskotnast við slíkar safnanir og fundi. 4. Þá er og talið að flokkurinn eigi auk bóka- og blaðaútgáfna 25 prentsmiðjur, kvikmyndafélag og margar bókaverslan- ir. Trúlega á hann og ýms fyrirtæki, sem afla honum fjár, þótt ekkert sé látið uppi um það. Margt er í þessum upplýsingum, sem læra má af hér heima. Frakkland Frönsku þingkosningarnar sýndu hve afskaplega mjótt er á mununum milli borgaraflokkanna annars vegar og verk- lýðsflokkanna hins vegar. í fyrri umferð- inni, þegar fylgi flokkanna kemur skýrt fram fá flokkar vinstri — bandalagsins, sem hér segir: Sósíalistar 22,5%, Komm- únistar 20,5%, en lítil flokksbrot vinstra megin við það fengu: annað þeirra 3,3%, hitt 1,1% og þannig voru alls vinstri at- kvæði 49,5%. - í síðari umferðinni fékk vinstra bandalagið 49,29%. Flokksbrotin litlu kusu mestmegnis með þeim. Stjórnarflokkarnir fengu í fyrri um- ferð 50,5%, og síðari 50,49%. En sakir afar rangláts kjördæmaskipulags fengu stjórnarflokkarnir mikinn þingmeiri- hluta. En þingkosningarnar sýna styrk- leika verklýðsflokkanna, er vekur ótta franska auðvaldsins. Bretland Vinstri armur Verkamannaflokksins breska, sem kenndur er við tímarit sitt, „Tribunehefur samþykkt stefnuyfir- lýsingu þar sem krafist er varanlegs bandalags sósíalista og kommúnista í Vestur-Evrópu. Var sú stefnuyfirlýsing samþykkt einróma og rökstudd með nauðsyninni á ]dví að varðveita sjálfstæði ríkjanna í Vestur-Evrópu gagnvart báð- um risaveldunum. Fordæmir yfirlýsing- in afskipti Carters af innanríkismálum Ítalíu. Madagaskar Madagaskar er eitt af fjórum stærstu eylöndum heims, sex sinnum stærra en Island, um 600 jrús. ferkílómetrar. Ibúar um 8 milljónir. Árið 1642 hófu Frakkar að leggja und- ir sig eyna, en það tók þá tæp 250 ár að brjóta hina stoltu þjóð á bak aftur og gera landið að nýlendu sinni. 1896 barði franskur her undir stjórn Gallíeni liers- höfðingja uppreisn eyjarskeggja niður. Var það blóðbað hræðilegt og hvað eftir annað var slíkri hörku beitt til að ,,friða“ nýlenduna. Árið 1947 var ein slík uppreisn að vísu barin niður, en nú leið brátt að lokum nýlendudrottnunarinnar: 1972 sigruðu eyjarskeggjar endanlega eftir að hafa ]ró notið formlegs sjálfstæðis frá 1960. Tóku nú allróttækir alþýðu- og þjóðfrelsis- 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.