Réttur


Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 59

Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 59
störfin standi í einskonar tákni þ. e. móð- ernisins. Nei, okknr greinir á vegna þess, að þér setjið fram hugmyndir um laun fyrir heimilisstörf, en ég álít hins vegar, að nauðsyn beri til að frelsa konurnar undan oki þeirra. A hvaða aldri fær stúlkan svo að velja? Ef henni er frá fyrstu tíð innrætt sú hugsun, að hún eigi að ala börn, þá liefur hún við tvítugsald- urinn ekki lengur neitt val. Friedan: Hún ætti að eiga fleiri valkosti, en þér sknlnð samt ekki útiloka móðern- ið sem hugsanlegt val. Þegar þér lukuð doktorsprófi í heimspeki, þá voruð þér sem kona vissulega undantekning. Þér voruð þarna eina konan í hópi mennta- nianna. Nú á dögum er þjóðfélagið nokk- uð breytt. Kynni það að vera, að á tíð yðar kynslóðar, hafi svo eindregið verið litið á móðerni sem nokkuð það, er hlyti að hindra konu í því að nota til fullnustu hæfni sína úti í þjóðfélaginu, að ]rað virtist óhjákvæmilegt að velja þar á milli, taka aðeins annan kostinn af tveitn? de Beauvior: Eg leit svo á, að ég gæti ekki farið að eiga börn vegna þess, að ég hafði löngun til ritstarfa, en við erum að komast burt frá efninu. Það er skoðun mín, að séu heimilisstörf launuð, þá sé þar með verið að viðurkenna vissa að- greiningu og skipan,sem dæmir konur til heimilisstarfa með móðernið að yfirvarpi. Því er ég algerlega andvíg. Friedan: Þér viljið ekki meta að neinu þá vinnu, sem konur liafa einlægt verið að inna af hendi? de Beauvoir: Þetta ætti að mínum dómi að vera á j^ann veg, að hér væri um nokk- uð það að ræða, sem karlmenn tækju þátt v í, nú eða hver og einn, og að ekki eigi að þvinga konur til þess að vinna þessi störf. Friedan: Þar er ég fyllilega sammála. de Beauvoir: Þá má heldur ekki launa þessi störf sér á parti. Það ætti að mega koma því þannig fyrir, að þessi vinna sé unnin sem sameiginlegt verkefni, látin í té sem almenn þjónusta á samfélagslegan mælikvarða. Kínverji nokkur sagði sem svo: ,,ég bursta sjálfur í mér tennurnar, en bið ekki eiginkonu mína að gera það fyrir mig.“ Um ýmis störf svo sem til að rnynda við- hald fatnaðar ætti að gegna sama rnáli. Það ætti ekki að fyrirfinnast nein sérstök starfsgrein fyrir heimilisstörf. Það er það, sem mér virðist vera fráleitt. Þjónustu- miðstöðvar gætu sem bezt séð um áður- greind verkefni fyrir heilu hverfin og sambýlishúsin. Við erum að færast æ lengra áleiðis til sérgreindrar skiptingar á vinnunni. Friedan: Erum við að ræða um þjóðfé- lagið nú á okkar dögum eða í einhverri fjarlægri framtíð, úti í blámanum? I sum- um ríkjum undir kommúnistískri stjórn hefur sii leið verið farin að greiða kon- um laun fyrir að vera heima og karl- mönnum þá meira til þess að halda kon- unum heima við í stað þess að endur- skipuleggja vinnutilhögun og taka móð- erni þá með inn í dæmið. Þetta tel ég vera skref aftur á bak, afturhaldssamar aðgerðir í sjálfu sér. En öðru máli gegnir um konur, segjum til að mynda í Amer- íku, sem nú hafa verið heima við ein tíu, tuttugu ár og hefðu að öðrum kosti rétt til eftirlauna eða til bóta almannatrygg- inga. Einhverju mati ætti að koma við á vinnuframlagi þeirra. de Beauvoir: Ef þér haldið yður við for- tíðina, þá gott og vel, já, en þjóðfélagið verður að breytast. Alveg á sama liátt og fólki er ekki greitt kaup fyrir að bursta í 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.