Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 1
lettur
61. árgangur
1978 - 1. hefti
Stjórnmálaátökin standa um það í sumar hvort starfandi stéttir landsins -
verklýðs- og starfsmannasamtök þeirra og þeir flokkar, er þeim fylgja, hafa
stórhug og styrkleik, áræði og einingu, til þess að gersigra kúgunaröfl
yfirstéttarinnar í kosningum og mynda - máske með þeim aðilum öðrum,
er vit og manndóm sýndu - þá ríkisstjórn, sem hefði til að bera það áræði
og þá visku, sem þarf til að ráða við efnahagsvandamál íslands.
íslensk burgeisasiétt hefur - að örfáum einstaklingum hennar undan-
skildum - aldrei haft vit eða vilja, framsýni eða þor, til að stjórna atvinnu-
lífinu eins og þurft hefur á hverju skeiði nútímans:
Þegar nýbyggingarráð hafði ákveðið 1945 að láta smíða strax 30 dísil-
togara í Englandi, kvaðst Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda vilja bíða í Wz
ár, þá yrði verðið fallið, og eingöngu kaupa kolatogara!
Þegar nauðsynlegt var að byggja hraðfrystihús á hentugum stöðum,
vegna nýsköpunarflotans, kostaði það ýmist áratugs baráttu sósíalista að
koma þeim upp - eins og á Akureyri - eða afturhaldsvaldið í Reykjavík lét
stækka fiskimjölsverksmiðju inn á Kletti og einstakur atvinnurekandi varð
að byggja hraðfrystihús úti á Seltjarnarnesi, af því áætlun nýbyggingarráðs
um byggingu stórs hraðfrystihúss og fiskimjölsverksmiðju hlið við hlið á
Grandagarði var eyðilögð af afturhaldsöflunum.
Þegar sósíalistar í vinstri stjórn 1958 stækkuðu fiskveiðilandhelgina í 12
mílur, ætlaði afturhaldið, lafhrætt við Nato, af göflum að ganga - og þegar
það hafði bolað vinstri stjórn frá, en þorði ekki að svíkja 12 mílurnar, gerði
það óuppsegjanlegan samning við Breta um að stækka aldrei framar land-
helgina, nema þá með leyfi þeirra og Haagdómstólsins. - Sósíalistar og
samvinnumenn á Alþingi hótuðu þá - 1961 - að rifta þeim samningi, þegar
þeir fengju vald til - og gerðu það 1971. - Því er nú fiskveiðilögsaga íslands
200 mílur.
íslenskir burgeisar og braskarar hafa hindrað að sú eðlilega þróun auð-
valdsskipulagsins að sameina rekstur í æ stærri fyrirtæki, fengi að gerast
hér í einka- og ríkisrekstri. Þeir viðhalda þrem olíufélögum, ótal trygginga-
félögum, margföldum bílaumboðum, of mörgum bönkum, hundruðum heild-
UANOSBÓK ASiAf N
3 519 c i
ÍSIANDS