Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 47
I bók Betty Friedan „It changed my life“
er að finna alkunn samtöl milli hennar og
Páls páfa og Simone de Beauvoir, og þar er
frásögn af ferðalagi um Indland í fylgd með
Indiru Gandhi á fyrsta ári stjórnartíðar henn-
ar. Þá segir frá athurðum á kvennaþingi í
Mexíkó í tilefni af alþjóðlegu kvennaári 1975.
í bókarlok er opið bréf til kvennahreyfinga
á okkar dögum þar sem Betty Friedan grein-
ir frá mati sínu á stöðu ýmissa kvenréttinda-
hreyfinga um þessar mundir. Hún ræðir hugs-
anlegar leiðir til þess að hrjótast út úr þeirri
hlindgötu, sem þær hafi ratað í hin síðari ár,
hvað við öll verðum að gera til þess að kom-
ast úr sporunum áleiðis á næsta stig þeirrar
byltingar, er nú hefur staðið um hríð, en er i
vanda stödd og staðnar, ef ekki er hafið end-
urmat og endurskipulagning.
Betty Friedan gerir í bók sinni grein fyrir
því, sem á sínum tíma knúði hana til þess að
leila fundar við Simone de Beauvoir, höfund
bókarinnar „Hitt kynið“. Hún tekur fram, að
sú hók hafi haft rík áhrif og varanleg á allan
sinn lífsferil og þokað sér áleiðis til þess
framlags, er hún hafi megnað að inna af hendi
í þá veru að greina og skýra kvenlega tilvist.
Það hafi einmitt verið Simone de Beauvoir,
sem beindi Betty Friedan inn á þá braut, sem
hún hafi síðan gengið og muni enn ganga,
þótt torsótt sé.
Betty Friedan greinir frá þessum fundi
þeirra og dregur saman niðurstöður af við-
ræðum þeirra. Er skemmst frá að segja, að
ekki lágu margar færar leiðir milli þessara
tveggja rithöfunda og forvígiskvenna á sviði
kvenréttindabaráttu. Ekki fann Betty Friedan
fortakslaust áhrifavald eða þau svör við á-
leitnum spurningum, sem hún leitaði og taldi
líkur á að finna, einmitt hjá Simone de Beau-
voir. Þær greindi á um veigamikil atriði.
Betty Friedan sér það glöggt, að kvenna-
hreyfing nútímans er stödd á vegamótum.
Hún hefur orðið innhverf og athyglin hefur
beinzt frá þeim aðkallandi verkefnum að
skapa ný viðhorf, opna nýjar leiðir, hreyta
ásýnd heimsins. Henni finnst gæta stöðnunar
og lítt markvissra aðgerða, sem sízt leiði til
breytinga, er máli skipta.
Simone de Beauvoir er fyrir sitt leyti ekki
viss um réttmæti þess, að konur taki þátt í
karlmannabardaganum eins og liann kemur
fyrir og upp á alla skilmála karlmannasamfé-
lagsins. Hún vefengir það, að ávinningar konu
svo sem forfrömun í starfi eða því um líkt séu
til fagnaðar, leiði til eins eða neins. Þetta séu
aðeins lákn um nokkuð, sem ekki fyrirfinnist í
raun. Umfram allt verði þjóðfélagið að hreyt-
ast. Betty Friedan vill, að konur hrjótist gegn-
um þá múra, sem fyrir þeirn verða, og telur
hvern ávinning mikilvægan í því skyni að
hreyta viðteknum hugsunarhætti og hefðbund-
inni mynd, enda liggi ævinlega að haki raun-
sælt mat á öllum aðstæðum, og haráttu sé
haldið áfram.
Hún vill einnig meta til launa á þjóðfélags-
legan mælikvarða þá vinnu, sem konur inna
af hendi fyrr og nú til umönnunar barna og til
heimilishalds. Það telur Simone de Beauvoir
mestu fjarstæðu og færir fram röksemdir af
glæsibrag og leikni.
Betty Friedan hendir á þær hættur, sem því
eru samfara að einangra sig frá stríðandi lífi
og veigra sér við því að takast á við pólitísk
vandamál í samtímanum, en þeirrar tilhneig-
ingar gæti mjög með ýmsum liópum femín-
ista. Hún segir m. a.: „Prófsteinninn á hreyf-
ingu okkar er sá, hvort hún megnar að opna
ný svið, raunverulegt líf, til handa raunveru-
legum konum, okkur sjálfum.“
Frásögn hókarinnar „It changed my Iife“,
Þáttaskil, er hvorttveggja í senn greinargóð
og ágæta læsileg. Höfundurinn, Betty Friedan,
er einatt hvassyrt, en ævinlega skemmtileg,
og athugasemdir hennar eru hárbeittar.
47