Réttur


Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1978, Blaðsíða 22
Þeir félagarnir Ólafur og Einar Karl segja sögu sína á lipru og hressilegu máli og styðja frásögn sína og ályktanir margvíslegum heim- ildum. Sýnist manni fyrirvari sá um „blaða- mennskusagnfræði“, sem þeir gera í eftirmála við bókina, allsendis óþarfur. Vel má vera, að á stöku stað megi finna einhver frávik frá því gerilsneydda hlutleysi, sem sumir telja að eigi að vera aðal hvers sagnfræðirits. Það er í mínum huga enginn ljóður á bókinni. Sú að- ferð höfunda, að vitna ítarlega til heimilda og láta þær í ýmsum tilvikum tala fyrir sig, gef- ur lesandanum mikla möguleika á að draga eigin ályktanir. Nýtt rannsóknarsvið í íslenzkri sagnfræði Það var ekki ætlun mín með greinarkorni þessu að skrifa ritdóm um Gúttóslaginn, held- ur koma á framfæri nokkrum hugleiðingum, sem vöknuðu með mér við lestur bókarinnar. Verður þar fyrst fyrir, að mér sýnist útkoma bókarinnar enn ein staðfesting á því að mik- ill og vaxandi áhugi virðist nú vera á verka- lýðs- og félagssögu. Það færist mjög í vöxt, að stúdentar við Háskóla Islands kjósi sér rannsóknarverkefni af þessu sviði. Má sem dæmi nefna, að samdar hafa verið ritgerðir um 9. nóvember, um fyrstu ár Kommúnista- flokks fslands, stofnun Sósíalistaflokksins og þjóðfylkingarstefnu hans. Ekki eru ritgerðir þessar gallalausar fremur en önnur mannanna verk, og ýmislegt í röksemdafærslu og niður- stöðum höfunda er umdeilanlegt eða orkar tvímælis. Það er þó ekkert aðalatriði, heldur hitt, að áhugi margra ungra fræðimanna bein- ist nú í vaxandi mæli að rannsóknarefnum úr sögu verkalýðshreyfingarinnar og flokka hennar. í framhaldi af þessu má einnig geta þess, að unnið er að rannsókn á atvinnuþátt- töku og kjörum verkakvenna í Reykjavík fyr- ir fyrri heimsstyrjöld. Nýjasta dæmið um hinn aukna áhuga á þessu sögusviði er, að á næstliðnu hausti var í sagnfræðiskor háskól- ans efnt til kennslu í íslenzkri verkalýðssögu við mikla aðsókn stúdenta. Það, sem hér hefur verið sagt, vekur upp spurninguna um, hvað verkalýðshreyfingin sjálf hefur gert til að láta rannsaka sögu sína eða auðvelda öðrum að sinna því verkefni. Þeirri spurningu er raunar fljótsvarað. Verka- lýðssamtökin hafa allt of lengi látið undir höf- uð leggjast að sinna þessu viðfangsefni svo sem vert væri, þótt nokkurrar viðleitni í þessa átt hafi vissulega orðið vart í seinni tíð, t. d. hefur verið stofnað Sögusafn verkalýðshreyf- ingarinnar og verkalýðssaga er að sjálfsögðu meðal námsgreina í Félagsmálaskóla alþýðu. í þessum efnum er þó flest enn óunnið, og vart verður ástand mála á þessu sviði talið viðunandi, fyrr en búið verður að koma á fót sérstakri rannsóknarstofnun í verkalýðs- og félagssögu á vegum hreyfingarinnar. Slík stofnun ætti að kosta kapps um að safna sam- an sem mestu af heimildum um sögu verka- lýðssamtakanna sérstaklega, svo og hvers kon- ar gögnum og upplýsingum, er lúta að al- mennri efnahags-, atvinnu- og félagsþróun hér á landi á 19. og 20. öld. Slík stofnun ætti að hafa með höndum beinar rannsóknir og út- gáfu, en þó kannski fyrst og fremst að búa einstökum fræðimönnum aðstöðu til starfa. Þeim, sem þetta ritar, þykir einnig einsýnt, að slík stofnun ætti að fá til varðveizlu öll þau gögn og heimildir, sem til kunna að vera um þá stjórnmálaflokka sem tengdir eru og tengdir hafa verið verkalýðshreyfingunni nán- ustum böndum. Það gefur auga leið, að tals- vert fé muni þurfa til að reka stofnun á borð við þá, sem hér hefur verið nefnd. Það ætti þó ekki að vera ofvaxið fjöldasamtökum á horð við samtök íslenzkra launamanna, ef ein- beittur vilji og áhugi er fyrir hendi. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.