Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 2
Svartasta afturhaldið á íslandi undirbýr að ofurselja ísland amerískum
herdrottnum í miklu ríkara mæli en fyrr, — að afhenda erlendum auð-
hringum fossaflið miklu frekar en gert var 1966, — og hefja strax og það
megnar leiftursókn gegn lífskjörum almennings og koma á atvinnuleysi,
til þess að skapa sér þar með einhver skilyrði til sigurs á alþýðu. — Og
þetta svartasta afturhald á formælendur í öllum gömlu þjóðstjórnarflokk-
unum þremur, — þótt hitt megi ekki gleymast að í þeim flokkum öllum
eru til menn andvígir slíkum árásum.
íslensk alþýða — og þá fyrst og fremst verkalýðshreyfing hennar — má
því ekki sofna á verðinum eitt augnablik. — Sem hrægammur vofir herörn
Bandaríkjanna yfir til að klófesta land vort til frambúðar, hvað svo sem
um þjóð vora yrði í þeim hildarleik, sem valdamenn vestra stefna að.
Ef til vill hefur aldrei — síðan 1945, er 99 ára herseta var heimtuð —
slík hætta vofað yfir þjóð vorri sem nú og allt gert til að blinda hana fyrir
hættu þeirri, sem fjölmiðlar auðvalds megna.
Þetta er hart — og lífið liggur við að afstýra þessari hættu, — því aldrei
hefur íslensk alþýða haft aðra eins möguleika og nú til þess að skapa hér
frjálst og fagurt mannlíf, örugga afkomu, en afnám þrældóms, mikinn frí-
tíma: og það er frelsi hvers einstaklings til hvíldar, þroskunar hæfileika
sinna til sköpunar menningar og sannrar lífsnautnar. Það er ekki frelsi að
þræla 60—70 tíma á viku, þó sæmileg heildarlaun fáist fyrir, — slíkt er
þrældómur, sem afnema þarf en tryggja vinnandi mönnum samt sömu
heildartekjur — og það er hægt með skynsamlega skipulögðum þjóðar-
þúskap og viturlegri hagnýtingu vélakosts og vísinda í þjóðarinnnar þágu.
— Þegar afturhaldið argar hæst um ,,frelsi“, þá á það við frelsi sitt til að
græða, arðræna almenning, selja auðlindir þjóðarinnar og land hennar
sjálft.
★
Frelsisbarátta íslenskrar alþýðu hefur aldrei verið margþættari og mikil-
vægari en nú. Hún er ekki aðeins um að skapa alþýðu sjálfri mannsæm-
andi líf, grundvöll sannrar lífshamingju, — hún er og um að forða landi
og lýð frá hryllingum og tortímingu kjarnorkustyrjaldar, — um að varð-
veita auðlindir lands vors fyrir erlendum hrægömmum, — varðveita feg-
urð lands vors, hreinleika og tign fyrir eyðileggingu í þágu ágirndar þeirra,
er gróðann dýrka sem guð sinn.
Líf, framtíð og frelsi þjóðar vorrar byggist á árvekni alþýðu í dag.
130