Réttur


Réttur - 01.08.1980, Side 37

Réttur - 01.08.1980, Side 37
Uppi á Ártúnshöfða rís mikil hringlaga bygging, sem gnæfir yfir byggð- inni þar sem táknmynd valds og auðs. Gárungarnir kalla hana Water- gate, — finnst eitthvað amerískt braskbragð að henni. Gamall Róm- verji hefði hugsað til Colosseums þeirra keisara, er ofmetnuðust af valdi sínu — og áttu oft skammt til falls. Byggingin er höfð hringlaga í þeim dýra forna stíl. Það er hermangarahofið, sem hér er að rísa. Eigendur eru Aðalverktakar hf. En það fína félag er samsett af þrem enn fínni félögum: 1) Sameinuðum verk- tökurn hf. með 50% hlutafjár, (hermang- arar íhaldsins), 2) Reginn með 25%, (hermangarar Framsóknar) og 3) ríkið með 25%. Mun þess hlutur hafa verið ákveðinn á þeim tíma er Framsókn og fjármálaráðuneytið var litið eitt og hið sama — og þannig tryggt helminga- skiptavald innstu valdaklíkna í þessum tveim flokkum. Það er talað um efnahagsvanda á Is- landi. Vissulega er hann til: afleiðing af því hve megnið af yfirstétt íslands er annars vegar gersamlega sneydd hæfileik- um til þess að stjórna atvinnulífi af viti og skipulagningu, — og hins vegar af því hve frek hún er til fjárins, rakar til sín gróðanum af auðlindum lands og erfiði alþýðu, felur hann og eyðir honum á Ireklegasta hátt. Hermangshöllin á Ártúnshöfða er tákn- ræn fyrir það farg, það bákn, sem yfir- stéttin hleður á bak alþýðu þessa lands. Þarna er á ferðinni — og vissulega. víðar — gróðafélag, sem vart veit livað' j^að á við gróða sinn og auð að gera. Þeg- ar búið er að „splæsa“ í hernámsflokk- ana, blöð þeirra og í annan áróður, þá er samt eftir svo mikill gróði, að helst er það ráð tekið að setja hann í semenL, sem svo er afskrifað í erg og gríð — og samt eru eftir miljarðar, sem j:eir herrar neyðast til að telja fram. Um þetta vígi hernámsgróðans standa jæir vörð valdhafamir í innsta hring íhalds og Framsóknar og dylja vendilega samábyrgð sína fyrir grunlausum al- menningi. En þegar mikið liggur við, þegar alþýðan sýnir lit á að ætla að velta einhverju af gróðabákni yfirstéttarinnar af sér, til þess að hækka laun sín og losna við eftirvinnuþrældóminn, þá skríða jreir saman. Þá mynda peir stjórn Ihalds og Framsóknar i einingu gróðans og bandi Kanans, jrá hefja þeir „leiftur- sókn“ gegn lífskjörum aljrýðu, þá skipu- leggja jreir atvinnuleysi til þess að ráða við verkalýðinn — og þá ofurselja þeir erlendum auðhringum helstu auðlindir landsins (sbr. Austijarðaáætlun álhring- anna). Hefur Bandaríkjastjórn þegar skipað þessum eröndrekum sínum að koma nú á þægri stjórn? Hún þurfi aS koma hér upp risaolíugeymum, af því hún sé að undirbúa „loftbrú“ kjarnorku- og flutn- ingaflugvéla, er flytja eigi atomvopn og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.