Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 21
nauðsynleg eru til þess að tækin, vélbún-
aðurinn, geti leyst viðkomandi verkefni.
Á sviði hugbúnaðar getur hér risið álit-
leg atvinnugrein. Ef við gætum okkur
ekki vel gæti vel svo farið að meginhluti
þessarar vinnu fari til erlendra aðila.
Sem dæmi um það hve liér er um mikla
vinnu að ræða má nefna að talið er að 5
til 7 mannár fari í að breyta öllum for-
ritum Skýrsluvéla ríkis og Reykjavíkur-
borgar vegna væntanlegrar breytingar á
gjaldmiðli okkar, þ. e. að koma komm-
unni inn í forritin.
Örtölvan og einstaklingurinn
Fjöldi fólks ber nokkurn ugg í brjósti
vegna þeirra breytinga sem munu fylg'ja
örtölvutækninni á komandi árum, vegna
þess að í vændum er tækni sem er lólk-
inu framandi. Hvaða áhrif mun þessi
þróun hafa á þá einstaklinga, sem hafa
lært þá tækni, sem nú er notuð, en þekkja
ekkert til örtölvanna, nema af ýkjukennd-
um lýsingum. Enda þótt ég láti öðrurn
eftir að ræða þær þjóðfélagslegu breyt-
ingar sem líklegar eru, vil ég ræða í ör-
stuttu máli þennan almenna ótta.
Enda þótt breytingarnar, sem fylgja
munu í kjölfari örtölvanna á næstu tveim
áratugum, verði miklar, þá verða þær
aldrei jafnmiklar og þær breytingar sem
urðu hálfri öld áður, á árunurn 1930 til
1950. Árið 1930 var stærsta rafstöð lands-
ins 5 megawött, en samanlagt afl rafstöðv-
anna við Sogið, Rúrfell og Sigöldu er 450
megawött. Jarðhitinn var þá svo til ónýtt-
nr. Talsími var þá aðeins á fáum einka-
heimilum og útvarp á tilraunastigi. Flug-
vél var engin. Atvinnugreinarnar, að
undanskilinni stjórnsýslu og nokkurri
þjónustu, voru nánast aðeins tvær, sjávar-
útvegur og landbúnaður. Ég lield að
breytingar þær sem geta orðið á næstu
tveimur áratugum verði mun minni en
þær, sem urðu á áratugunum 1930-50.
Stytting vinnutímans úr 50 klst. á viku í
raun niður í 30-35 klst. er vissulega stór-
felld breyting, en þó minni en varð á
framangreindum tveimur áratugum.
Sérhver einstaklingur mun vissulega
upplifa miklar breytingar, en sem heild
verða þær mjög áþekkar þeim breyting-
um sem eldra fólk hér á landi hefur ver-
ið að upplifa allt sitt líf. Breytingarnar
geta vissulega orðið miklar fyrir marga,
eni lítum til baka til þeirra, sem fluttu úr
sveitinni á mölina, eftir að hafa kannski
streist lengi á móti breytingum í atvinnu-
háttum. Menn, sem höfðu fram til þess
fóðrað dráttarhestinn, lagt á hann aktyg-
in og haldið í taum hans, þeir þurftu nú
sumir hverjir að fara að vinna með daun-
illt bensín í stað ilmandi heys, þurftu að
læra á gíra, kúplingu, hemla, blöndung
og kveikju og að halda um stýri ófreskj-
unnar. í brjósti þeirra hefur vafalítið
verið ótti við hina nýju tækni. En þegar
þeir kynntust vélskepnunni. betur,
skepnu sem flutti ekki aðeins einn rnann
eða tvo bagga, heldur fjölda fólks og mik-
inn farangur landshorna á milli, jafnvel
á aðeins einum degi, er líklegt að uggur
þeiiæa hafi horfið fljótt.
Breytingarnar frá hinu vélvædda þjóð-
félagi vorra daga til hinnar örtölvuvæddu
véltækni verða í raun í flestum tilvikum
minni fyrir hvern einstakling en framan-
greind breyting. Það tekur þannig ekki
nema nokkra daga að kenna vélriturum
á textavinnslutölvur, og fyrir vélstjóra,
sem taka við örtölvuvæddu vélrúmi í
skipi, verður það svipað og hafði áður
149