Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 10
á þessu áii hófst hinsvegar töluverð al-
menn urnræða urn örtölvutæknina. í
prentuðu íslensku máli er lítið að finna
um þessa nýju tækni. Að hvatningu Ein-
ars Olgeirssonar hef ég skrifað þá grein,
sem hér birtist og er það von mín að
hún geti hjálpað ýmsum tii að átta sig
á þeirri þróun sem orðið helur og fram-
undan er.
Ég mun fyrst ræða nokkuð um sögu
véltækninnar, sem segja má að hefjist
með miklum endurbótum á gufuvélinni
snemma á síðustu öld, þar sem ég tel að
þar sé að finna sterka hliðstæðu við þá
þróun, sem vænta má á sviði örtölvanna
á komandi árurn. Síðan mun. ég rekja
nokkra þætti þróunar rafeindatækninn-
ar síðustu þrjá áratugi áður en ég lýsi
megindráttum örtölvutækninnar. Ég
mun þá ræða nokkuð um ýmis þeirra
verkefna í íslensku atvinnulífi, sem telja
má líklegt að örtölvutæknin muni hafa
veruleg áhrif á næsta áratug.
Vélbyltingin og örtölvurnar
Lítu-m fyrst á þróun vélaaflsins. Bylt-
ing vélanna tók rúma öld og má skipta
þróuninni í tvo meginþætti. Gufuvélin
er undirstaða fyrri þáttarins og jafnframt
ein meginforsenda iðnbyltingarinnar.
Hún knúði eimreiðir, skip og vélar í
stórum verksmiðjum. Seinni þátturinn
hefst skömmu fyrir síðustu aldamót með
uppfinningu sprengihreyflanna og raf-
mótorsins, en þessar vélar, einkum þó
rafmótorar, geta knúið tæki í smæstu
atvinnufyrirtækjum og þær sóttu jafnvel
inn á heimilin, þannig að nú munu til
jafnaðar vera 10—20 rafmótorar á hverju
íslensku heimili. Það er einmitt þessi
fjölhæfni vélanna, sem gert hefur vélbylt-
inguna svo áhrifamikla sem raun ber
vitni. Varla er nokkuð verkefni svo srnátt
að ekki megi beita þar vélrænu afli, ef
einhver kostur fylgir því. Rafmagnsrit-
vél sú, sem þessi grein er skrifuð með, er
ágætt dænii um þetta.
Áhrif örtölvanna verða mjög djúptæk
af svipuðum ástæðum. Án dvergrásatækn-
in-nar hefði rafeindatæknin verið tak-
mörkuð á svipaðan hátt og véltæknin
rneðan gufuvélin var ein um að knýja
vélar og larartæki. Með fyrri rafeinda-
tækni var vissulega mögulegt að smíða
öfluga rafreikna og gera stórar verksmiðj-
ur að verulegu leyti sjállvirkar, en án
dvergrásanna hefðu tölvur aldrei komið
inn á hina smærri vinnustaði, á skrifstof-
ur, hvað þá inn á heimilin.
Vélarnar hafa getað fært okkur nærri
ótakmarkað afl, en þær hafa verið ein-
liæfar. Með örtölvunum gjörbreytast
möguleikar á því að gera vélar og vélræn
kerfi sjálfvirk og mun fjölhæfari en áður,
þannig að nærri má segja að mögulegt sé
að beita ,,vitrænum“ vélum. Þetta ber þó
ekki að skilja svo að þær geti tekið sjálf-
stæðar ákvarðanir, heldur að miðað við
eldri vélar sé sem þær hafi öðlast nokkuð
vit.
Auk hinna vélrænu kerfa með örtölvu-
stýringu munu örtölvurnar hafa mikil
áhrif í margvíslegum kerfum þar sem
unnið er með upplýsingar. Þetta verk-
svið örtölvannaer fullt eins þýðingarmik-
ið og hið vélræna.
Þróun rafreiknanna
í örtölvunum renna saman tvær tækni-
greinar: rafreiknar og dvergrásatæknin.
Þróun þessara tveggja greina verður rak-
in liér í fáum dráttum.
138