Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 45

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 45
í íslenskri löggjöf hefur staðið allt til okkar daga að barn megi jafnt kenna sig við móður sem föður). Hin kristilega aðför að mann- gildi konunnar Það, sem verður stöðu íslensku kon- unnar í þjóðfélaginu hættulegast er fram í sækir, er þegar voldug höfðingjastétt hefur myndast og hún tekur meir og meir kristnina í þjónustu sína sér til auðgunar, en til kúgunar konunnar og almúgans. Hin kristna hugmyndafræði (eða trú) hafði tekið við miklu af bábiljum gyð- ingdómsins, mótuðum af karlaveldi (patriarkati) því, er þar sigraði, — svo sem goðsögninni um þá Evu, er syndina flutti inn í heiminn, og alla þá fyrirlitningu á konunni, er þeirri kenningu fylgdi. Og Páll „postuli" og kirkjufeðurnir gerðu síðan kristnina öldum saman að þeirri ónáttúrlegu kvenhaturstrú, sem ómældu böli liefur valdið, — og er í mestri mót- setningu við boðskap uppreisnarmanns- ins frá Nasaret, er sagði um hina ,,ber- syndugu“: „Kasti sá fyrstur steininum, sem sjálfur er syndlaus." Látum oss rifja upp nokkuð af þessum firrum kristinnar kirkju: í 10. boðorðinu segir: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það, sem náungi þinn á.“ — Konan er sett sem eignarhluti við hlið asnans og uxans. Páll „postuli“ segir í 1. Korintubréf- inu: „Konur skulu þegja á safnaðarsam- kundunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skidu þær vera undirgefnar eins og líka lögmálið segir.‘ (14, 34.) Kirkjufaðirinn Tertullian endar for- dæmingu sína á konunni með þessum orðum: „Kona! Þú er hlið helvítis.“ Og svo sem eðlilegt var hjá þeim vísu kirkjufeðrum kristindómsins, þá hlutu að koma upp efasemdir um hvort slíkur „ófögnuður“ sem konan helði sál. Úr því var skorið á kirkjuþingi í Macon á (5. öld: Samþykkt var með eins atkvæðis mun að konan hefði sál! — Þó það. Látum svo nægja að láta Drekkingar- hyl á Þingvöllum tala máli ofstækis hinn- ar hákristilegu lútersku kirkju gagnvart saklausum konum og minna á örlög einn- ar af þeim mörgu, er þá létu lífið á Is- landi fyrir ofstækið: „Sigríði Þórðardóttur, er barn ól við Bjarna- Sveinssyni, stjúpföður sínum, er hann meðkenndi undir sinn dauða sig nauðgað hafa, drekt í Húnavatnssýslu.“ (1674. Eyrarannáll. — Bjarni hafði verið líflátinn árið áður á Alþingi.) Þar nær vissulega hin kirkjulega og konunglega réttvísi hámarki sínu, er ungri konu er drekkt, af því henni er nauðgað. Maður getur rétt ímyndað sér liverja útreið uppreisnarmaðurinn frá Nasaret liefði fengið, ef hann hefði verið þarna nærstaddur og lesið kíerklegum og ver- aldlegum höfðingjum sinn reiðilestur. Þeir hefðu víst ekki verið lengi að reyra hann bönduni og senda til Brimarhólms til hýðingar og verra, þeim hefði þótt þægilegra að láta Danskinn sjá um refs- inguna — og máske hefði hans hátign tekið þýska fursta sér til fyrirmyndar — þá, er pynta létu og drepa Thomas Munzer, sem flutti boðskap Krists ómeng- aðan yfirstéttarþjónustu, — og lagði Lúther blessun sína yfir böðulsverk þau. En allur hatursáróður rangsnúinnar og ofstækisfullrar „kristinnar“ kirkju gegn 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.