Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 19

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 19
jafngóða möguleika til að ná útflutningi á rafeindatækjum en í ýmsurn búnaði liskiskipa og fiskvinnslutækja. Ef það tekst að fylgja vel eftir ágætri byrjun tel ég góðar horfur á Jrví að við getum byggt upp álitlegan útflutning á tækjabúnaði í sjávarútvegi. I frystihúsum blasa ennfremur við miklir möguleikar til að leysa manns- höndina af hólmi í enn ríkara mæli en ■nú er, en til að ná þessu marki þarf tölu- vert öflugra þróunarátak, einkum hvað varðar vélbúnað, en nú er fyrir hendi. Ortölvur geta útrýmt algjörlega hinum óhóflega langa vinnudegi í frystihúsum yfir vertíðartímann. Hvenær Jressara áhrifa fer að gæta að ráði og hve ör þró- unin verður er erfitt að spá um. Líklegt má telja að tæki til fullkomins fram- leiðslueftirlits komi í frystihúsini á næstu 5-8 árum, en stóraukin sjálfvirkni kem- ur hægar. Líklegt tel ég að hennar verði farið að gæta verulega innan fimm ára en að meginþróunin taki 10-20 ár. Það Jrykir kannski vart tímabært að ræða aukna framleiðslu í landbúnaði á sama tíma og einn meginvandi íslensks landbúnaðar er offramleiðsla, en þar blasa við fjölmargir möguleikar fyrir ör- tölvutækni. Sem dæmi tek ég hugleið- ingu sem spratt af frétt í sjónvarpinu fyrr á þessu ári. Þar var kynnt heyverkunar- aðferð, sem ekki hefur verið notuð hér á landi, nokkurs konar afbrigði af súrlreys- verkun. Grasið er saxað áður en Jrað er sett í loftjréttan geymsluturninn. Þegar kúnum er síðan gefið er heyið flutt með snigilrennu inn í fjósið. Þar fellur Jrað í poka sem hangir í vigt og er skammtur hverrar skepnu veginn. Ekki þarf að bæta miklu við þenan búnað til að gera hann enn fullkomnari. Vogina mætti hafa tölvustýrða Jrannig að þegar ákveðnum skammti væri náð, yrði honum sturtað á sjálfvirkan liátt í aðra snigilrennu, sem flytti heyið til þeirrar kýr, sem á að fá viðkomandi skannnt. Lúga mundi þá opnast við réttan bás. Ef nyt kúnna væri skráð á sjálfvirkan hátt í tölvukerfið, sem stjórnar voginni mætti fá nákvæmt eftir- lit með nytinni hjá hverri einstakri kú miðað við Jrað fóðurmagn sem hún fær. Þannig safnaðist fljótlega reynsla fyrir því hvernig hagkvæmast sé að fóðra. Vigtar- og tölvukerfi frystihúsanna eru mjög lík [)ví kerfi, sem hér þyrfti að nota. Ég tel líklegt að heildarkostnaður kerfis- i.ns yrði um þriðjungur af stofnkostnaði heytumsins og flutningsrennunnar. Tæki Jressi mætti hanna og framleiða hér á landi á sama hátt og tæki frystihúsanna. Lítum næst á íslenskan iðnað. Iðnað- urinn er svo fjölbreytilegur og fyrirtæk- in svo smá að erfiðara er að spá um mögu- leika örtölvukerfanna þar. Þó má telja víst að almennt muni sjálfvirknin aukast Jrar veridega, þó sú þróun verði senni- lega hægari þar en í hinum stærri at- vinnugreinum. Telja má líklegt að vélbúin fjölda- framleiðsla verði auðveldari með notkun örtölvanna og gæti þetta bætt nokkuð samkeppnisstöðu hinna smærri fyrirtækja hér á landi. Þróunin mun reyndar mót- ast mjög af Jdví hve vel íslensk fyrirtæki munu fylgjast með nýjum tæknimögu- leikum og að þau hafi fjárhagslegt bol- magn til að breyta framleiðslutækni sinni. Að lokum vil ég fjalla um Jrað sem ég kalla einfaldlega skrifstofustörf og hef ég þá í huga margvísleg störf þar sem unnið er með tölur og texta. Þetta á við störf í opinberri þjónustu, verslun og viðskipti 147 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.