Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 27
Við stöndum á tímamótum. Það tíma-
bil sem einkenndist af því að mannleg
vinna væri uppspretta alls auðs er á enda,
það hefur runnið sitt skeið á enda.
Eftir aldarfjórðungs þróunarskeið er
þriðja iðnbyltingin hafin fyrir alvöru.
Hún rífur það samband sem verið hefur
á milli framleiðsluaukningar og aukinna
tækifæra til vinnu. Hún brýtur algjör-
lega í bág við þá kenningu hagfræðings-
ins j. M. Keynes, að með auknum fjár-
festingum megi draga úr atvinnuleysi.
Keynes er dauður og kenning hans með
honum um hvernig tryggja skyldi fulla
atvinnu.
Það eru aðallega tvær mjög þýðingar-
miklar spurningar, sem valda lieilabrot-
um í sambandi við afleiðingar þriðju
iðnbyltingarinnar:
I fyrsta lagi: Mun þessi iðnbylting
verða t.il þess að samfélagið verður sam-
félag atvinnuleysis eða verður það sam-
félag frístunda?
Og í öðru lagi: Leiðir þriðja iðnbyll-
ingin annarsvegar af sér gullöld, þar sem
niaðurinn mun vinna fcerri og fœrri
vinnustundir samtímis því að hann beri
meir og meir úr býtum — eða verður
hún þess valdandi að rneginþorri vinnu-
fœrra manna verður atvinnulaus samtim-
is þvi að fáir útvaldir standi að baki allri
framleiðslu?
Þessar spumingar eru um þessar mund-
ir ofarlega á dagskrá í flestum iðnaðar-
löndunum, í Belgíu, Þýskalandi, Italíu,
Bretlandi, Bandaríkiunum. Þar er stytt-
ing vinnuvikunnar niður í 30, 35 eða
36 klukkustundir án launalækkunar til
umræðu eða þegar framkvæmd.
Að vinna minna en framleiða þó
rneira, að not.fœra sér hina nýju tcekni,
skaþa jafnvœgi milli nauðsynlegrar vinnu
annarsvegar og frítima hinsvegar — það
er um þetta sem hin nýja félagslega og
pólitíska barátta stendur.
Afnám alls vinnuþrældóms?
Það er staðreynd að það er hægt að
framleiða meira og bæta gæði vörunnar
með minni mannlegri vinnu en áður.
Enn kemur það í ljós bve framsýnn
Karl Marx var. „Sú stund er runnin upp
að vélarnar geta gert allt, sem mennirn-
ir geta unnið", en jretta skrifaði bann
(1857) þegar hann boðaði að kapitalism-
inn myndi óhjákvæmilega leiða til af-
náms vinnunnar — sem aftur yrði kapi-
talismanum að aldurtila.
Þessi kenning sem Jaques Duboin
endurvakti 1932 og „óháðu“ marxistarn-
ir á Ítalíu tóku síðar upp kemur beim
og satnan við þróun örtölvutækninnar.
Framleiðslan sjálf er ekki lengur
vandamálið senr við þarf að fást. Hið
mikla viðfangsefni sem krefst úrlausnar
er skipting framleiðslunnar. Jöfn skipt-
ing þeirra auðæfa sem framleidd eru og
jöfn skipting nauðsynlegrar vinnu til
handa öllum þegnum þjóðfélagsins.
Af skiljanlegum ástæðum hafa kapital-
istar nútímans lítinn áhuga á að málið
sé sett fram á þennan einfalda liátt. Þeir
beita möguleikum sjálfvirkninnar sem
yfirvofandi ógn gegn verkalýðnum og
„Jrriðja geiranum". Þeir beita atvinnu-
leysisvofunni til jress eins að draga úr
samtökum þessa launafólks. Þeir vilja
halda uppi blýðni og aga á atvinnumark-
aðinum.
En atvinnuleysið verður tvíeggja vopn
í höndum jæirra. Það er t. d. staðreynd
hér í Frakklandi í dag. Niðurstijður af
athugunum rannsóknarstofnunar Soffres