Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 17
ingu, tæki til annars vegar að koma upp-
lýsmgum til tölvunnar og að taka við
boðum frá henni. Hjá hinum flóknari
tölvum getur inntakstækið verið mun
stærra takkaborð, leturborð í líkingu við
það sem er á ritvélum. Upplýsingarnar
geta reyndar komið frá fleiri tækjum eins
og t. d. tæki sem les gataræmu eða segul-
band, sem geymir töiur og/eða texta. Út-
takstækið getur Iíka verið mun stærri
skjár en er á vasatölvunum, líkt og sjón-
varpsskjár, sem sýnir texta eða töflur og
rúmar svipað og ein pappírsörk. Oft er
leturborðið og skjárinn byggt saman inn
í eitt tæki sem nefnist skjáriti, en skjárit-
arnir eru algengustu fylgitæki tölvanna.
I stað skjásins, eða frekar auk hans, er
rafmagnsritvél eða hraðvirkur prentari
oft tengdur tölvunni, en góðir prentarar
geta skilað einni blaðsíðu á nokkrum
sekúndum. Segulbandstæki geta unnið
jafnt inntakstæki sem úttakstæki.
Gæsla og stjómun vélrænna kerfa er
mikilvægt verkefnasvið örtölva. Örtölvu-
kerfin geta dregið stórlega tir þörf fyrir
eftirlit með vélunum, þau geta tryggt
betri nýtingu eldsneytis eða hráefnis og
þau geta gefið aðvörun um yfirvofandí
bilun miklu lyrr en hennar yrði vart með
hefðbundinni gæslu. í slíkum kerfum
eru tæki sem breyta hitastigi, þrýstingi,
átaki og fleiru í rafboð, og eru þau tengd
við inntakslínur tölvunnar. Við úttaks-
línur tölvunnar geta verið tengd aðvör-
nnarljós, prentari sem gefur nákvæmar
upplýsingar um alla hegðun kerfisins,
motorstýrðir lokar og önnur svipuð tól
sem stjórna vélinni. Með slíku kerfi er
mögulegt að fylgjast með 10, jafnvel 100
sinnum fleiri þáttum, sem gefa upplýs-
ingar um eðlilega verkun kerfisins, held-
ur en unnt er með mannlegri gæslu.
Tölvukerfið telur ekki eltir sér að vinna
24 klukkustundir á sólarhring og verður
aldrei þreytt. Það getur hins vegar bilað,
eða fengið rangar forsendur, rétt eins og
vélgæslumaðunnn. Dæmi um slík vél-
gæslukerfi er að finna í íslenskum orku-
verum. I vaxandi mæli er þeinr fjarstýrt
frá öðrum orkuverum þannig að nú er
þar aðeins daggæsla. Svipaða sögu er að
segja af skipum. Eltir fimm ár er líklegt
að örtölvukerfi fylgist með öllu rafkerfi
biíxeiða og eftir tíu ár verði eldavélum
á venjulegum heimilum stjórnað á hlið-
stæðan hátt. Þá verður skynjara stungið í
vatnið í katöflupottinum og öðrum inn í
eina kartöfluna og örtölvukerfið gætir
þess að skammta nákvæmlega nægilega
orku til suðunnar og hættir henni jafn-
skjótt og kartöflurnar eru lullsoðnar.
Líklegt má telja að orkusparnaðurinn
einn greiði örtölvukerfið á einu ári. Og
kartöflurnar munu ávallt fá liæfilega
suðu.
Og lítum svo loks á upplýsingaleitina.
Hugsurn okkur að læknir hafi sterkan
grun um að sjúklingur, sem hann er að
rannsaka, hafi sjaldgæfan sjúkdóm. Hann
þarf að fá skjótt upplýsingar um allt hið
mikilvægasta, sem vitað er um þennan
sjúkdóm, sjúkdómseinkenni og með-
höndlun, ekki aðeins það sem stendur í
kennslubókum, heldur einnig það sem
komið hefur fram í fagtímaritum og
skýrslum síðustu ár. Með nútímatækni
getur hann sest við skjárita og komist í
samband við upplýsingatölvu t. d. á
Ítalíu eða í Bandaríkjunum og sótt þang-
að fyllstu og nýjustu upplýsingar um við-
komandi sjúkdóm og fengið þær prent-
aðar með tölvuprentara. Þessar upplýs-
ingar koma í gegnum venjulega símalínu.
Tækni senr þessi er þegar í notkun hér á
145