Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 48

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 48
setaefni vort, hvernig henni líkaði boð- skapur Bernard Shaw og Bertolt Brechts í leikritum þeirra, þá hefðu þeir að öll- um líkindum fengið mjög jákvætt svar. — En Grýla gamla er síður en svo dauð — og gott að geta hrætt á henni. Og þá þarf ekki að því að spyrja hverj- um refjum stjórnmálarefirnir utanlands og innan muni beita til þess að blekkja þennan einlæga herstöðvarandstæðing, sem nú hefur setst á forsetastól íslands. Engar lygar munu verða nógu svæsnar að þær verði ekki notaðar til þess að reyna að sannfæra forsetann um að morðingja- herinn frá Vietnam, fjölmennari og víg- vélavæddari en nú, sé besta vöm lýðræð- is, menningar og þjóðlífs á íslandi. Og dugi ekki lygarnar, mun verða gripið til hótananna um samningslausa hertöku landsins, svo sem gert var í júní 1941, sumarið 1946 og að öllum likindum í júní—júlí 1951. — Það er því miður meiri hætta á slíkum aðferðum nú á ]rví kjör- tímabili hins nýja forseta en verið hefur síðustu áratugi — og að reyni því meir á hann en fyrirrennara hans tvo. Megi þeir landvættir er frú Vigdís Finnbogadóttir ákallaði svo fagurlega í síðustu framboðsræðu sinni til þjóðar- innar, verða henni hollir, er að þeirn skapadægrum kemur. Þakkir til frú Halldóru og Kristjáns Eldjárns Það verður ekki lokið við hugleiðing- ar um forsetakjörið án þess að bera fram þakkir til þeirra hjóna, frú Halldóru og Kristjáns Eldjárns, þegar þau nú yfir- gefa Bessastaði. Um dr. Kristján Eldjárn vissi maður þá hann var kosinn að í honum átti þjóð- 176 in einn besta fulltrúa menningar sinnar, þjóðarævinnar og upprunans. Á þessu háa stigi stóð hann allan tímann, svo þjóðin gat ætíð litið upp til hans og fundið sig vaxa, er hann mælti til henn- ar. Hann yíirgefur forsetaembættið með lireinan skjöld. Frú Halldóru þekkti þjóðin minna — og því stoltari má hún vera af henni. Hún heíur alla sína tíð sem forsetafrú verið ímynd þess, sem dýrmætast er íslensku þjóðareðli, manngildinu. Tignum gest- um mætti hún sem jafningi — í meðvit- und manngildis síns. Og sem blátt áfram alþýðukona gekk hún ein eftir Lauga- veginum, ef hún þurfti sem húsmóðir æðsta heimilis landsins að sinna sínum störfum. — Hið háa embætti hafði ekki stigið henni til höfuðs. Hún bar tign hinnar látlausu íslensku konu með sér hvar sem hún fór. • Velmegun sú, sem vék fyrir fátækt- inni sakir liarðrar stéttabaráttu og ný- sköpunarstefnu íslenskrar alþýðu — og látlausrar langrar vinnu hennar — hefur á síðustu áratugum stundum umhverfst í gerninga, er eyðileggja þá andlega, sem ekki eiga nóg manngildi og siðferðisþrek, til að standast þá, — rétt eins og stækk- andi einbýlishús minnka stundum sál einstaklingsins. Þjóð vor er í andlegri og siðferðilegri kreppu. Hugur hennar og hjarta eru í hættu. Peningatignum auð- valdsskipulagsins samfara áróðursinnrás og mannskemmandi mútukerfi morð- valds bandarísku heimsvaldastefnunn- ar, eru að grafa undan því dýrmæt- asta, sem einkennt hefur íslendinginn frá upphafi vega: manngildismati hans. Því var það svar, er Pétur Thorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.