Réttur


Réttur - 01.08.1980, Síða 48

Réttur - 01.08.1980, Síða 48
setaefni vort, hvernig henni líkaði boð- skapur Bernard Shaw og Bertolt Brechts í leikritum þeirra, þá hefðu þeir að öll- um líkindum fengið mjög jákvætt svar. — En Grýla gamla er síður en svo dauð — og gott að geta hrætt á henni. Og þá þarf ekki að því að spyrja hverj- um refjum stjórnmálarefirnir utanlands og innan muni beita til þess að blekkja þennan einlæga herstöðvarandstæðing, sem nú hefur setst á forsetastól íslands. Engar lygar munu verða nógu svæsnar að þær verði ekki notaðar til þess að reyna að sannfæra forsetann um að morðingja- herinn frá Vietnam, fjölmennari og víg- vélavæddari en nú, sé besta vöm lýðræð- is, menningar og þjóðlífs á íslandi. Og dugi ekki lygarnar, mun verða gripið til hótananna um samningslausa hertöku landsins, svo sem gert var í júní 1941, sumarið 1946 og að öllum likindum í júní—júlí 1951. — Það er því miður meiri hætta á slíkum aðferðum nú á ]rví kjör- tímabili hins nýja forseta en verið hefur síðustu áratugi — og að reyni því meir á hann en fyrirrennara hans tvo. Megi þeir landvættir er frú Vigdís Finnbogadóttir ákallaði svo fagurlega í síðustu framboðsræðu sinni til þjóðar- innar, verða henni hollir, er að þeirn skapadægrum kemur. Þakkir til frú Halldóru og Kristjáns Eldjárns Það verður ekki lokið við hugleiðing- ar um forsetakjörið án þess að bera fram þakkir til þeirra hjóna, frú Halldóru og Kristjáns Eldjárns, þegar þau nú yfir- gefa Bessastaði. Um dr. Kristján Eldjárn vissi maður þá hann var kosinn að í honum átti þjóð- 176 in einn besta fulltrúa menningar sinnar, þjóðarævinnar og upprunans. Á þessu háa stigi stóð hann allan tímann, svo þjóðin gat ætíð litið upp til hans og fundið sig vaxa, er hann mælti til henn- ar. Hann yíirgefur forsetaembættið með lireinan skjöld. Frú Halldóru þekkti þjóðin minna — og því stoltari má hún vera af henni. Hún heíur alla sína tíð sem forsetafrú verið ímynd þess, sem dýrmætast er íslensku þjóðareðli, manngildinu. Tignum gest- um mætti hún sem jafningi — í meðvit- und manngildis síns. Og sem blátt áfram alþýðukona gekk hún ein eftir Lauga- veginum, ef hún þurfti sem húsmóðir æðsta heimilis landsins að sinna sínum störfum. — Hið háa embætti hafði ekki stigið henni til höfuðs. Hún bar tign hinnar látlausu íslensku konu með sér hvar sem hún fór. • Velmegun sú, sem vék fyrir fátækt- inni sakir liarðrar stéttabaráttu og ný- sköpunarstefnu íslenskrar alþýðu — og látlausrar langrar vinnu hennar — hefur á síðustu áratugum stundum umhverfst í gerninga, er eyðileggja þá andlega, sem ekki eiga nóg manngildi og siðferðisþrek, til að standast þá, — rétt eins og stækk- andi einbýlishús minnka stundum sál einstaklingsins. Þjóð vor er í andlegri og siðferðilegri kreppu. Hugur hennar og hjarta eru í hættu. Peningatignum auð- valdsskipulagsins samfara áróðursinnrás og mannskemmandi mútukerfi morð- valds bandarísku heimsvaldastefnunn- ar, eru að grafa undan því dýrmæt- asta, sem einkennt hefur íslendinginn frá upphafi vega: manngildismati hans. Því var það svar, er Pétur Thorsteinsson

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.