Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 43
Vigdis Finnbogadóttir forseti ísiands og Svan-
hildur Halldórsdóttir kosningastjóri hennar.
Rétt er þó að minnast þess að þessi
sigur jafnréttisbaráttunnar vinnst — og
það naumlega — með atkvæðum þriðj-
ungs þjóðarinnar, af því þrír aðrir fram-
bjóðendur voru í kjöri, ailir karlmenn.
(Tölur er að finna í Innlendri víðsjá).
Vakningu kvennadagsins mikla 1975
var ekki svo vel fylgt eftir sem vera
skyldi, þó allgott þjóðfélagsrót yrði af.
Nú þarf því að læra af fyrri mistökum og
fylgja þessum sigri eftir, ekki síst innan
stjórnmálaflokkanna og er þar enginn
undanskilinn. — Minnast má í þessu
sambandi máltækisins forna, þótt önnur
merking sé í orðin lögð: „ ... Það er ekki
rninni vandi að gæta fengins fjár en
afla.“
En þar með skal síst dregið úr gildi
þess sigurs, sem jafnréttisbaráttan, hvað
konuna snertir vann 29. júní.
Um leið og undirstrikað er hvern þátt
snjöll framkoma og óhemju atorka frú
Vigdísar átti í sigri þessum, þá skal og
minnst á að skipulagning kosningarinn-
arinnar var með ágætum og það getur
◦Itið á öllu, þegar mjóu munar. Kosn-
ingastjóri frú Vigdísar var Svanhildur
Halldórsdóttir — og þótt hún kunni að
hafa notið góðra manna ráða, þá sést
hér enn hvílíkum afburðakröftum kven-
þjóð vor býr yfir, ef hún aðeins fær að
njóta sín.
En rétt er að hyggja hér betur að og
kafa dýpra fyrir rætur þess, er gerst hef-
ur og gildi þess í víðfeðma, sögulegu
samhengi.
171