Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 20

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 20
o. fl. Störfum þessum munu örtölvukerf- in gjörbreyta á næstu 5-10 árum og hér verða breytingarnar sennilega meiri og örari en í öðrum atvinugreinum. Ég vil taka nærtækt dæmi um breytt vinubrögð, sem eru á næsta leiti. Þessi texti er skrif- aður með ritvél jafnóðum og hann er saminn. Eftir að fyrsta útgáfa hans er fullskrifuð þarf að breyta textanum veru- lega. Ég skrifa þá á milli lína, klippi út kafla, skýt öðrum inn, krota á spássíuna. Loks þegar textinn er svo til fullunninn verð ég að vélrita hann að nýju, bæði vegna þess að ég get ekki skilað svona slæmu handriti í prentsmiðjuna og vegna þess að erfitt er að fá örugga heildarmynd af svo illa frágengnu handriti. Ég les svo hinn hreinskrifaða texta yfir, geri síðustu breytingarnar og sendi svo handritið í prentsmiðjuna. Þar er textinn skrifaður að nýju með setningavél prentsmiðjunn- ar, sem um þessar mundir er að öllum líkindum tölvuvædd, og enn verður text- inn tvílesin vegna villuleitar. j\feð svo- kallaðri textavinnslutölvu er textinn skrifaður á skjárita og fer í minni tölv- unnar í stað þess að festast á pappír. Þeg- ar ég hef lokið við að semja frumútgáfu textans læt ég hraðvirkan prentara gefa mér útskrift af honum. Ég skrila á blað- ið ýmsar athugasemdir varðandi breyt- ingar, sest síðan aftur við skjáritann og get nú kallað fram á skjáinn hvaða kafla greinarinnar sem vera skal. Ég mundi ekki þurfa annað en að skrifa: f: Égskrifa (hér táknar f: skipunina ÉINN) og Jrá fengi ég þennan kafla, sem liér stendur, á skjáinn. Ég get nú skotið inn orðum, setningum eða fellt niður. Ég get flutt til kafla og yfirleitt bylt til textanum að vild og að því loknu tekið nýja útskrift eins og textinn er þá orðinn. Þegar þessu er öllu lokið gæti ég sent greinina beint inn í setningartölvu prentsmiðjunnar á nokrum mínútum gegnum venjulegan síma án Jress að einn einasti bókstafur brenglaðist. Setning og prófarkalestur (ef mér er treyst) hverfa. Kerfi líkt Jressu er þegar í notkun hér á landi. Þegar prenta skal nýja símaskrá þarf aðeins að senda rúllur með gataræmum í prentsmiðjuna. Engin setning, enginn prófarkalestur. Lítum á annað hversdagslegt dæmi. Það er mikil þolinmæðisvinna að fylla út tollskýrslur vegna innflutnings. Þegar skýrslan kemur á tollstjóraskrifstofuna þarf að flytja ýmsar tölur af skýrslunni ylir í upplýsingakerfi tollskrifstofunnar. Eftir 5-10 ár mun vinna þessi taka aðeins brot af þeim tíma, sem hún krel'st nú. Pöntunin er þá sennilega geymd í tölvu innflutningsfyrirtækisins svo jrar sparast strax mikil vinna. Þessar upplýsingar eru ffuttar beint ylir á skýrsluna. Tölvan getur sjálf séð um tollflokkunina að mestu leyti, en sé einhver vali Jrá verður tollskráin geymd i tölvunni, í segulskífu- minni hennar. Þá er nóg að gefa upp lyk- ilorð og á skjáinn koma þær greinar toll- skrárinnar sem innihalda þessi orð. Þegar þessu er lokið er skýrslan send beint inn í tölvu tollskrifstofunnar í gegnum síma, en fylgiskjöl þarf þó vænt- anlega að senda í pósti. Á tollskrifstof- unni sparast svo til öll pappírsvinna. Dæmi sem þessi mætti lengi rekja, en ég læt Jressi nægja. Langmestur hluti jreirra tækja, sem notuð verða við vinnu af þessu tagi verða sennilega innflutt. Hins vegar er vélbún- aðurinn, það er tækin sjálf, oft ekki nema um fjórðungur af heildarverði tækjanna, þrír fjórðu hlutar verðsins liggja í hug- búnaðinum, ]). e. þeim forritum sem 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.