Réttur


Réttur - 01.08.1980, Page 8

Réttur - 01.08.1980, Page 8
Páll Theodórsson. þeim bútum, sem koma má fyrir í einni samrás. I upphafi þessa áratugs, sem nú er senn á enda, var mögulegt að koma svo mörgum bútum saman í eina sam- rás að þar mátti koma fyrir öllu því sem nauðsynlegt var að hafa í stjórneiningu hinna stærri tölva. Slík rás, örtölvan, spratt nærri fullsköpuð upp af þessari tækni. Með þessu breyttist rafeindatækn- in úr því að vera tækni fjarskipta og stuðningsþáttur allmargra tæknigreina í það að vera tækní sem muni grípa inn í velflest störf þjóðfélagsins eftir 1—2 ára- tugi. Þetta stökk er hliðstætt því þegar hin- ir fjölhæfu rafmótorar komu til sögunn- ar og tóku að knýja ótal verkfæra og tóla. Fyrstu örtölvurnar komu á markað- inn 1971. Fljótt varð ljóst að þessi nýja uppfinning bauð upp á mun fjölbreyti- legri möguleika en menn höfðu gert sér grein fyrir. Áhrif örtölvanna eru nú þeg- ar orðin mjög djúptæk og framundan blasa við nærri óþrjótandi verkefni fyr- ir örtölvumar. Margir fullyrða að ör- tölvurnar muni valda byltingu í atvinnu- háttum hinna tæknivæddu þjóða, ör- tölvubyltingin sé framundan. Ýmsir full- yrða að þær muni þegar hafa gjörbreytt þessum þjóðfélögum um næstu aldamót, þá verði vinnuvikan 20 klukkustundir eða minna og að vinnuaflsþörf hinna ýmsu atvinnugreina muni þá hafa gjör- breyst, þannig að í fjölmörgum grein- um muni aðeins þurfa brot þess vinnu- afls, sem nú er þörf. Jafnvel þó aðeins sé tekið mið af spá- dómum hinna varfærnari er ljóst að miklar breytingar eru framundan. Breyt- ingar sem þessar ganga ekki átakalaust yfir. Þess má víða sjá merki erlendis, þar sem hatrömm átök hafa orðið í ýmsum greinum þar sem áhrifa örtölvutækn- innar er þegar farið að gæta í ríkum mæli, t. d. í prentiðn. Á sama tíma og áhrifa örtölvutækninnar fer að gæta verulega hefur mikið atvinnuleysi hrjáð flestar iðnvæddar þjóðir og hafa átökin því vafalítið orðið enn hraðari en ella. íslenskt þjóðfélag, J^ar sem atvinnu- leysi hefur verið lítið síðustu áratugi og meðalvinnutími fólks verið nálægt 50 klukkustundum á viku, ætti ]oví að fagna hinni nýju tækni. Hinsvegar leikur eng- inn vafi á því að fólki í einstökum at- vinnugreinum muni þykja hin nýja tækni ógna atvinnuöryggi sínu og snúast til baráttu gegn öllum breytingum. Þeg- ar má sjá merki slíkra viðbragða hér á 136

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.