Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 8

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 8
Páll Theodórsson. þeim bútum, sem koma má fyrir í einni samrás. I upphafi þessa áratugs, sem nú er senn á enda, var mögulegt að koma svo mörgum bútum saman í eina sam- rás að þar mátti koma fyrir öllu því sem nauðsynlegt var að hafa í stjórneiningu hinna stærri tölva. Slík rás, örtölvan, spratt nærri fullsköpuð upp af þessari tækni. Með þessu breyttist rafeindatækn- in úr því að vera tækni fjarskipta og stuðningsþáttur allmargra tæknigreina í það að vera tækní sem muni grípa inn í velflest störf þjóðfélagsins eftir 1—2 ára- tugi. Þetta stökk er hliðstætt því þegar hin- ir fjölhæfu rafmótorar komu til sögunn- ar og tóku að knýja ótal verkfæra og tóla. Fyrstu örtölvurnar komu á markað- inn 1971. Fljótt varð ljóst að þessi nýja uppfinning bauð upp á mun fjölbreyti- legri möguleika en menn höfðu gert sér grein fyrir. Áhrif örtölvanna eru nú þeg- ar orðin mjög djúptæk og framundan blasa við nærri óþrjótandi verkefni fyr- ir örtölvumar. Margir fullyrða að ör- tölvurnar muni valda byltingu í atvinnu- háttum hinna tæknivæddu þjóða, ör- tölvubyltingin sé framundan. Ýmsir full- yrða að þær muni þegar hafa gjörbreytt þessum þjóðfélögum um næstu aldamót, þá verði vinnuvikan 20 klukkustundir eða minna og að vinnuaflsþörf hinna ýmsu atvinnugreina muni þá hafa gjör- breyst, þannig að í fjölmörgum grein- um muni aðeins þurfa brot þess vinnu- afls, sem nú er þörf. Jafnvel þó aðeins sé tekið mið af spá- dómum hinna varfærnari er ljóst að miklar breytingar eru framundan. Breyt- ingar sem þessar ganga ekki átakalaust yfir. Þess má víða sjá merki erlendis, þar sem hatrömm átök hafa orðið í ýmsum greinum þar sem áhrifa örtölvutækn- innar er þegar farið að gæta í ríkum mæli, t. d. í prentiðn. Á sama tíma og áhrifa örtölvutækninnar fer að gæta verulega hefur mikið atvinnuleysi hrjáð flestar iðnvæddar þjóðir og hafa átökin því vafalítið orðið enn hraðari en ella. íslenskt þjóðfélag, J^ar sem atvinnu- leysi hefur verið lítið síðustu áratugi og meðalvinnutími fólks verið nálægt 50 klukkustundum á viku, ætti ]oví að fagna hinni nýju tækni. Hinsvegar leikur eng- inn vafi á því að fólki í einstökum at- vinnugreinum muni þykja hin nýja tækni ógna atvinnuöryggi sínu og snúast til baráttu gegn öllum breytingum. Þeg- ar má sjá merki slíkra viðbragða hér á 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.