Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 63

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 63
INNLEND BBB VÍÐSJÁ I Forsetakosningarnar Við forsetakosningarnar 29. júní fengu frambjóðendurnir við fyrstu talningu atkvæða sem hér segir: (Síðan bættust nokkur atkvæði við, sem engu breyttu): Vigdís Finnbogadóttir 43.530 eða 33,6% Guðlaugur Þorvaldsson 41.(i24 eða 32,2% Albert Guðmundsson 25.567 eða 19,8% Pétur Thorsteinsson 18.124 eða 14,0% Einræðisherrar í atvinnulífi á íslandi Á Islandi eru verkalýðsfélög frjáls. — Vissir menn gerðu mikið úr jjví um dag- inn í samanburði við önnur lönd. Hvernig gengur í íslenskum verkalýðs- félögum að fá að nota þetta frelsi til raun- verulegra kauphækkana? Hér á landi ráða nokkrir menn, sem kalla sig atvinnurekendur og hafa sam- tök nokkur, yfir allmörgum atvinnutækj- um. — Þessir menn duga ekki betur til að stjórna þessum fyrirtækjum en svo að aldrei í 40 ár hafa |>eir þóst hafa efni á jrví að hækka kaup verkamanna að fyrra bragði. Þegar verkamenn samt sem áður hafa gert verkföll til að knýja fram kauphækk- anir, þá hafa þessir einræðisherrar yfir vissum atvinnutækjum brugðist svo við, sem hér segir: 1. Fyrstu 10 árin (1940—50) reyndu jneir að setja hverskyns þrælalög (1939 og síðar á móti verkalýðnum). Varð verka- lýðurinn jafnvel 1942 að Joverbrjóta lög- in, til Jjess að knýja fram mannsæmandi kaup. 2. Síðustu 30 árin (1950—80) hafa „at- vinnurekendur" jressir beitt verðbólgu og gengislækkunum sem þjófalyklum, til Jjess að stela af verkamönnum kau]j- gjaldshækkunum. Þeir þjófalyklar komu frá Kananum í lrumvarpinu 1950, er hækkaði dollarinn úr 6.50 í 16.32 og bannaði kauphækkun og skipulagði at- vinnuleysi. — í 30 ár hafa verkamenn orðið að heyja hvert verkfallið á fætur öðru, stundum þrisvar sama árið, lil pess eins að' standa í stað hvað kaupgetu dag- vinnukaups snertir. Það var ekki fyrr en 1973 að kaupgeta dagvinnukaups varð hærri en 1947 — og hefur lækkað síðan. Hvað hefur verkalýðurinn og ísland að gera við svona duglausa atvinnurek- endastétt? (Það eru máske 10 menn þar í sem kunna að reka og skipuleggja fyrir- tæki fyrir utan hitt hvað allt atvinnu- lífið sjálft er vitlaust skipulagt). — Er ,ekki tími til kominn að ísland og aljrýð- an losni við þessa duglausu einræðis- herra, sem hóta nú að stöðva atvinnu- tæki ,,sín“? — Væri ekki betra að koma á lýðræði í atvinnurekstrinum og nota frelsið á faglega og pólitíska sviðinu til að knýja Jrað fram? 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.