Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 63
INNLEND BBB
VÍÐSJÁ I
Forsetakosningarnar
Við forsetakosningarnar 29. júní fengu
frambjóðendurnir við fyrstu talningu
atkvæða sem hér segir: (Síðan bættust
nokkur atkvæði við, sem engu breyttu):
Vigdís Finnbogadóttir 43.530 eða 33,6%
Guðlaugur Þorvaldsson 41.(i24 eða 32,2%
Albert Guðmundsson 25.567 eða 19,8%
Pétur Thorsteinsson 18.124 eða 14,0%
Einræðisherrar í atvinnulífi
á íslandi
Á Islandi eru verkalýðsfélög frjáls. —
Vissir menn gerðu mikið úr jjví um dag-
inn í samanburði við önnur lönd.
Hvernig gengur í íslenskum verkalýðs-
félögum að fá að nota þetta frelsi til raun-
verulegra kauphækkana?
Hér á landi ráða nokkrir menn, sem
kalla sig atvinnurekendur og hafa sam-
tök nokkur, yfir allmörgum atvinnutækj-
um. — Þessir menn duga ekki betur til að
stjórna þessum fyrirtækjum en svo að
aldrei í 40 ár hafa |>eir þóst hafa efni á
jrví að hækka kaup verkamanna að fyrra
bragði.
Þegar verkamenn samt sem áður hafa
gert verkföll til að knýja fram kauphækk-
anir, þá hafa þessir einræðisherrar yfir
vissum atvinnutækjum brugðist svo við,
sem hér segir:
1. Fyrstu 10 árin (1940—50) reyndu
jneir að setja hverskyns þrælalög (1939 og
síðar á móti verkalýðnum). Varð verka-
lýðurinn jafnvel 1942 að Joverbrjóta lög-
in, til Jjess að knýja fram mannsæmandi
kaup.
2. Síðustu 30 árin (1950—80) hafa „at-
vinnurekendur" jressir beitt verðbólgu
og gengislækkunum sem þjófalyklum,
til Jjess að stela af verkamönnum kau]j-
gjaldshækkunum. Þeir þjófalyklar komu
frá Kananum í lrumvarpinu 1950, er
hækkaði dollarinn úr 6.50 í 16.32 og
bannaði kauphækkun og skipulagði at-
vinnuleysi. — í 30 ár hafa verkamenn
orðið að heyja hvert verkfallið á fætur
öðru, stundum þrisvar sama árið, lil pess
eins að' standa í stað hvað kaupgetu dag-
vinnukaups snertir. Það var ekki fyrr en
1973 að kaupgeta dagvinnukaups varð
hærri en 1947 — og hefur lækkað síðan.
Hvað hefur verkalýðurinn og ísland
að gera við svona duglausa atvinnurek-
endastétt? (Það eru máske 10 menn þar í
sem kunna að reka og skipuleggja fyrir-
tæki fyrir utan hitt hvað allt atvinnu-
lífið sjálft er vitlaust skipulagt). — Er
,ekki tími til kominn að ísland og aljrýð-
an losni við þessa duglausu einræðis-
herra, sem hóta nú að stöðva atvinnu-
tæki ,,sín“? — Væri ekki betra að koma
á lýðræði í atvinnurekstrinum og nota
frelsið á faglega og pólitíska sviðinu til
að knýja Jrað fram?
191