Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 4
Eftir að Magnús steig inn á vettvang al-
þingis og ríkisstjórnar kom það vel fram
hvernig unnt er að breyta pólitísku fjölda-
fylgi eftir áratuga baráttu í athafnir sem
lengi munu setja mark sitt á íslenskt samfé-
lag. Sem stjórnmálamaður var Magnús
Kjartansson maður fjöldastarfsins. Honum
leiddist sérviskuleg einræða og honum
gramdist þegar góður málstaður leið fyrir
skort á hugkvæmni og skipulagshæfileikum.
í forystusveit Sósíalistaflokksins voru vafa-
laust oft skiptar skoðanir um pólitiskar
áherslur. Út úr þeim umræðum spratt Al-
þýðubandalagið eftir talsverð átök eins og
kunnugt er. Þá reyndi mjög á Magnús Kjart-
ansson; ég hygg að það hafi verið einhver
erfiðasti þátturinn í pólitísku starfi hans,
þ.e. timabilið fyrst um og eftir 1967. í al-
þingiskosningunum þá um vorið bauð for-
maður Alþýðubandalagsins fram lista í
Reykjavík gegn G-listanum og fylgi G-listans
varð minna en við áttum von á. Andstæðing-
ar okkar gerðu sér vonir um það að takast
mætti að einangra stjórnmálasamtök ís-
lenskra sósíalista. Það mistókst. Ástæðurnar
eru margar. í fyrsta lagi þrotlaust starf. í
annan stað mikil nákvæmni við val á for-
ystumönnum og i ákvörðunum um málflutn-
ing frá degi til dags. Þá mæddi mikið á
Magnúsi Kjartanssyni og nánustu samverka-
mönnum hans. Þriðja ástæðan fyrir þvi að
flokkurinn komst út úr einangrunartilraun-
um andstæðinganna var sú að forystumenn
flokksins lögðu allir megináherslu á fjölda-
starf, samfylkingu fjöldans og hagsmuna
hans andspænis árásum andstæðinganna
bæði í verkalýðsmálum og þjóðfrelsismál-
um. Magnús vitnaði oft til fjöldastarfs Sam-
taka hernámsandstæðinga um og eftir 1960
til marks um það hversu langt unnt er að ná
með skipulagshæfileikum, víðsýni og dugn-
aði. Það var þess vegna ekki undarlegt að
okkar mati sem þekktum til að Magnús
skyldi beita sér fyrir fjöldahreyfingu fatlaðra
þegar hann sjálfur skipaði sér i forystusveit
samtaka þeirra hér á landi. Þá var boðað til
fyrstu fjöldaaðgerða fatlaðra, haustið 1979.
Þegar ég lít yfir feril Magnúsar Kjartansson-
ar — það eru þau 15—20 ár sem ég þekki til
— minnist ég áherslunnar á fjöldastarfið sem
megineinkennis hans sem stjórnmálaleiðtoga.
Þröngsýni og þrætubók voru eitur i hans
beinum.
Með penna sínum kveikti Magnús neista í
brjósti fjöldans. Penni hans var svo skarpur
að enginn starfandi blaðamaður komst ná-
lægt honum. Þegar Magnús hóf störf á Þjóð-
viljanum sem blaðamaður tóku lesendur
fljótt eftir stíl hans, snörpum og afhjúpandi.
Kristinn E. Andrésson var þá ritstjóri blaðs-
ins, og það var verk Kristins að Magnús varð
ritstjóri Þjóðviljans. Sú ákvörðun Kristins
varð hreyfingu íslenskra sósíalista mikil
gæfa eins og fleira sem hann kom nálægt á
sinni tíð. Greinar Magnúsar urðu fljótt fleyg-
ar; Argus hét hann lengi, síðan Austri. Þess-
ar greinar voru oft það fyrsta — stundum
eina! — sem ungir menn lásu í blaðinu á
þeim árum. Þjóðviljinn var ómissandi blað í
umræðu lesendanna upp til heiða og inn til
dala, í brúarvinnu eða út til fjarða í síld. Austra-
pistillinn var lesinn og lesinn aftur, stundum
klipptur út og festur kirfilega á tjaldsúluna,
hurðina á kaffiskúrnum eða á forstjóra-
skrifstofuna! Það var ekki að undra þegar
Magnús var settur í steininn um árið að
verkamenn á höfninni söfnuðu le til að leysa
hann út. Frá því greinir á mynd sem einhvers
staðar er til í fórum Þjóðviljans.
Magnús beitti sér á síðari árum ekkrsem
verkstjóri á Þjóðviljanum; hann skrifaði
sina leiðara og Austra-pistla reglulega. Hann
68