Réttur


Réttur - 01.04.1981, Qupperneq 38

Réttur - 01.04.1981, Qupperneq 38
Ásmundur Hilmarsson Megnar verkalýðshreyfingin að móta þróun örtölvubyltingarinnar? Það hefur ekki farið framhjá neinum að spáð er mikilli tæknibyltingu með tilkomu tölvutækninnar. Margur telur sig geta séð fyrir ótrúleg risaskref í framtíðinni með örtölvutækninni. Tæknimenn hafa lýst ýms- um möguleikum, sem opnast með hjálp þess- ara tækni og félagsfræðingar hafa gjarnan lýst hugsanlegum áhrifum og afleiðingum hennar á þjóðfélagsmyndina. Skribentar af ýmsum gerðum hafa síðan leyft sér að gera úr þessu ýmsar ótrúlegar framtíðarspár, sem eru nánast hreinar skáldsögur lausar frá öll- um raunverulegum möguleikum. Mörgum dreymnum tækniskribentum hætti til að búa sínar Útópíur til út frá óbeisluðu hug- myndaflugi sínu um möguleika tækninnar. Eins og við könnumst við frá fyrri tæknibylt- ingum, þá stenst þetta hugarflug ekki í köld- um raunveruleikanum nema að sára litlu leyti. Á,stæðan fyrir því að hugmyndirnar standast illa reynsluna og raunveruleikann er að mínu viti helst sú að spámennirnir flaska á því að spurningar um notkun allrar tækni eru af félagslegum- og pólitískum toga spunnar en ekki tæknilegum. Við getum gert okkur í hugarlund að gerð, skipulag og markmið þjóðfélags ræður miklu um til hvers tæknikunnátta er notuð á sama hátt og byssan yrði öðruvísi notuð í samfélagi morð- ingja en í samfélagi veiðimanna. í umræðum og skrifum um tölvutækni hefur lítið borið á þeim hugmyndum, sem reifaðar hafa verið innan verkalýðshreyfing- arinnar. Því verður varla á móti mælt, að í okkar þjóðfélagi geta hugmyndir alþýðu- samtaka eins og verkalýðshreyfingarinnar, haft afgerandi áhrif í þróun tölvutækninnar í atvinnulífinu. Jákvæð afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar Ég held að segja megi að verkalýðshreyf- ingin hafi ævinlega brugðist jákvæð við allri nýrri tækni sem slíkri. Engin sérstök ástæða er til þess að ætla annað en svo verði einnig gagnvart tölvutækninni. Þó verkalýðshreyf- ingin hafi verið jákvæð þá táknar það ekki að alit hafi verið kokgleypt athugasemda- laust, sem fyrir hana hefur verið egnt. Reyndar hefur oft komið í hennar hlut að benda á neikvæðar hliðar, sem oft fylgja hraðri tækniþróun og hagræðingu og berjast síðan fyrir betrun og breytingum bæði fé- lagslega og pólitískt. Allar götur frá upphafi verkalýðshreyfingarinnar hefur þurft að 102

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.