Réttur - 01.04.1981, Qupperneq 47
Helber vitleysa og misnotkun
Svo hefur það og sýnt sig og gæti sýnt sig á
enn hættulegri hátt en hingað til að ,,opin
prófkjör” gera lýðræðið að hreinni skrípa-
mynd.
Tökum sem dæmi hugsanlegt ,,opið próf-
kjör” hjá t.d. Sjálfstæðisflokknum og Al-
þýðuflokknum, sterkasta og minnsta flokkn-
um. Setjum svo að foringjar Sjálfstæðis-
flokksins, t.d. við bæjarstjórnarkosningar,
skipulegðu þúsundir fylgjenda sinna til að
taka þátt í opnu prófkjöri hjá Alþýðuflokkn-
um og kjósa sem nr. 1 ákveðna persónu, sem
öruggt væri að myndi mynda meirihluta-
stjórn með Sjálfstæðisflokknum, ef atkvæði
beggja dygðu. — Þarmeð væri lýðræðislegur
réttur kjósenda Alþýðuflokksins til að ráða
bæjarfulltrúum sínu að engu gerður.
Það sér hver maður, sem á annað borð er
annt um lýðræði og vald kjósenda að ,,opið
prófkjör” verður helber vitleysa og afskræm-
ing lýðræðis auk þess að vera stjórnarskrár
— og laga-brot.
Hvernig á að vernda vald kjósenda
gagnvart flokksstjórnum?
Þau yfirskinsrök hafa verið færð fram
fyrir „opnu prófkjörunum” að með því væri
verið að gefa einstökum kjósendum rétt, sem
þeir ekki hefðu, er flokksstjórnir (félaga-
stjórnir eða aðrar slíkar stofnanir) röðuðu á
lista og kjósendur hefðu við kosningar enga
raunverulega möguleika til að ráða röðun-
inni.
Þessum lýðræðislega rétti einstaklinganna
má ná með alt annarri og eðlilegri aðferð.
Setjum svo að í Reykjavík, þar sem bjóða
skal fram 15 aðalmenn og 15 til vara á einum
lista, þá bjóði flokksstjórnir fram 30 menn,
er raðað sé eftir stafrófsröð, en hlutað síðan
um á hvaða staf skuli byrjað. Röðin hefur
ekkert gildi. Hinsvegar skal þá hver kjósandi
merkja við (allt að) 15 menn á listanum (með
kross eða númeri), er hann helst kýs. Þar
með hefur kjósandinn í einrúmi kjörklefans
valdið til að raða á listann og velja milli
þeirra 30, er flokksstjórnin velur — og þá
væntanlega út frá því sjónarmiði að allir
væru þeir góðir og gegnir til starfans.
Þetta væri raunverulegt prófkjör, þar sem
kjósendur hvers flokks réðu innan þessara
takmarka, er talan setti. (Hægt væri
auðvitað að hafa hana hærri.)
Spurningin er aðeins hvort flokksstjórnir,
þingmenn og bæjarfulltrúar þyrðu þannig að
láta kjósendur flokks sins ráða og dæma sig,
og gerðir sínar. — Vafalaust verður viss til-
hneiging hjá flokksstjórnum og hinum að
halda hinu einræðislega valdi að raða á list-
ana, en láta ekki kjósendur gera það á þann
eina löglega og lýðræðislega hátt, sem hægt
er. — Ut frá jafnréttiskröfu kvenna, þá
mætti setja í lög að helmingur frambjóðenda
yrði að vera konur, hinn helmingurinn karl-
menn. Þá gætu kjósendur og ráðið hvort
jafnrétti kynja skuli í heiðri haft.
Nú kann mönnum að finnast það of flókið
að hver kjósandi skuli merkja við 5—15 nöfn
á lista og má þá eins hafa lagaákvæðin þannig
að hver kjósandi skuli aðeins merkja við lista
„flokks síns”, en ráða sjálfur hvort hann
merkir við einstaka frambjóðendur. Sé list-
inn jafngildur þótt aðeins sé merkt við hann,
en röðin ræðst þá af merkingu þeirra, er
áhuga hafa á þvi hvaða menn skuli vera full-
trúar flokksins.
111