Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 18

Réttur - 01.01.1983, Side 18
hún hinum unga prófessor Bruno Bauer um að fá að halda fyrirlestra við há- skólann í Bonn. Þessi afturhaldsstefna stjórnarinnar olli því, að Marx varð að hætta við háskólabrautina að fullu. Skoð- anir hinna „róttæku Hegelsinna“ tóku um þetta leyti skjótri þróun og breytingum. Eftir 1836 byrjaði Ludwig Feuerbach sér- staklega að gagnrýna guðfræðina. Tók hann brátt að hallast að efnishyggjunni, og fengu þessar efnishyggjuskoðanir al- gerlega yfirhöndina árið 1841 (í bók hans „Das Wesen des Christentums“). Árið 1843 gaf hann út bókina: „Grundvöllur að heimspeki framtíðarinnar“. „Fessar bækur leystu af hendi lausnarstarf“, skrif- aði Engels um rit Feuerbachs. „Við (þ.e.a.s. hinir róttæku Hegelsinnar, þar á meðal Marx) urðum óðar fylgjendur Feuerbachs“. Um þetta leyti stofnuðu nokkrir róttækir borgarar í Rínarlandi, er höfðu samskonar skoðanir og hinir rót- tæku Hegelsinnar, einskonar uppreisnar- blað í Köln. Hét það „Rheinische Zeit- ung“ ogbyrjaðiaðkomaút 1. jan. 1842. Marx og Bruno Bauer voru nú hvattir til að gerast helstu aðstoðarmenn blaðs- ins, og í október 1842 varð Marx aðal- ritstjóri og flutti frá Bonn til Köln. Hin byltingarkennda og lýðræðissinnaða við- leitni blaðsins varð enn auðsærri og berari undir ritstjórn Marx. Stjórnin setti nú 18

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.