Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 19

Réttur - 01.01.1983, Side 19
I tvöfalda og þrefalda ritskoðun á blað- ið og ákvað síðan að banna það frá 1. jan. 1843. Marx fór reyndar frá ritstjórn, áður en svona var komið, en það gat eigi bjargað blaðinu, og var það bannað í mars 1843. Starfsemi Marx við blaðið hafði sannfært hann um, að hann skorti mjög þekkingu í félagsfræði og hagfræði. Tók hann nú af miklum áhuga og atorku að leggja stund á þessar greinar. 1843 kvæntist Marx í Kreiznach Jenny von Westphalen. Var það æskuvina hans, og höfðu þau verið heitbundin frá því að hann var stúdent. Hún var komin af prússneskri, afturhaldssamri aðalsfjöl- skyldu. Bróðir hennar var innanríkisráð- herra í Prússlandi á einu helsta aftur- haldstímabilinu, frá 1850-1858. Haustið 1843 fór Marx til Parísar. Ætlaði hann þar erlendis að gefa út róttækt tímarit ásamt Arnold Ruge. Pað kom aðeins út eitt hefti af þessu tímariti, „Deutsch-Französische Jahrbucher“. Pað varð að hætta vegna þess, hve erfitt var að dreifa því leynilega um Pýskaland, og auk þess bar Marx og Ruge ýmislegt á milli. í greinum í þessu tímariti, kemur Marx þegar fram sem byltingarsinni. Gerist hann þar talsmaður „miskunnarlausrar gagnrýni á allt það, sem er“ og skýtur máli sínu til fjöldans og öreiganna. í sept. 1844 kom Friedrich Engels til París til að vera þar nokkra daga. Upp frá því varð hann nánasti vinur Marx. Báðir tóku þeir hinn öflugasta þátt í hinu þróttmikla og fjöruga lífi, sem þróaðist innan hinna byltingarsinnuðu flokka eða flokksbrota í París. (Um þetta bil var það kenning Proudhons, sem hafði sérstak- lega mikið gildi og tók Marx hana til meðferðar í bók sinni „Eymd heimspek- innar“ 1847). Marx og Engels börðust snarplega gegn hinum ýmsu afbrigðum Engcls, ■ rítstjórn „Neue Rheinische Zeitung“, ca. 1848 Heinrich Heine, vinur Marx og Engels I

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.