Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 19

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 19
I tvöfalda og þrefalda ritskoðun á blað- ið og ákvað síðan að banna það frá 1. jan. 1843. Marx fór reyndar frá ritstjórn, áður en svona var komið, en það gat eigi bjargað blaðinu, og var það bannað í mars 1843. Starfsemi Marx við blaðið hafði sannfært hann um, að hann skorti mjög þekkingu í félagsfræði og hagfræði. Tók hann nú af miklum áhuga og atorku að leggja stund á þessar greinar. 1843 kvæntist Marx í Kreiznach Jenny von Westphalen. Var það æskuvina hans, og höfðu þau verið heitbundin frá því að hann var stúdent. Hún var komin af prússneskri, afturhaldssamri aðalsfjöl- skyldu. Bróðir hennar var innanríkisráð- herra í Prússlandi á einu helsta aftur- haldstímabilinu, frá 1850-1858. Haustið 1843 fór Marx til Parísar. Ætlaði hann þar erlendis að gefa út róttækt tímarit ásamt Arnold Ruge. Pað kom aðeins út eitt hefti af þessu tímariti, „Deutsch-Französische Jahrbucher“. Pað varð að hætta vegna þess, hve erfitt var að dreifa því leynilega um Pýskaland, og auk þess bar Marx og Ruge ýmislegt á milli. í greinum í þessu tímariti, kemur Marx þegar fram sem byltingarsinni. Gerist hann þar talsmaður „miskunnarlausrar gagnrýni á allt það, sem er“ og skýtur máli sínu til fjöldans og öreiganna. í sept. 1844 kom Friedrich Engels til París til að vera þar nokkra daga. Upp frá því varð hann nánasti vinur Marx. Báðir tóku þeir hinn öflugasta þátt í hinu þróttmikla og fjöruga lífi, sem þróaðist innan hinna byltingarsinnuðu flokka eða flokksbrota í París. (Um þetta bil var það kenning Proudhons, sem hafði sérstak- lega mikið gildi og tók Marx hana til meðferðar í bók sinni „Eymd heimspek- innar“ 1847). Marx og Engels börðust snarplega gegn hinum ýmsu afbrigðum Engcls, ■ rítstjórn „Neue Rheinische Zeitung“, ca. 1848 Heinrich Heine, vinur Marx og Engels I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.