Réttur


Réttur - 01.01.1983, Síða 29

Réttur - 01.01.1983, Síða 29
stofn, vegir lagðir og reynt að fá veiði- menn og aðra flökkuhópa til að finna sér fasta bústaði. Mönnum tókst smám sam- an að ráða betur við ýmsa hættulega hitabeltissjúkdóma, svo sem malaríu, og þar með varð landnámið auðveldara. Og svo kom að því, að farið var að höggva frumskógana fyrir alvöru. Á jöðrum þeirra voru gróðurskilyrðin tæpust, og þar mynduðust hálfgerðar eyðimerkur. Menn fundu upp stórvirka tækni og vélbúnað til að ryðja kjarr og skóga. Hitabeltistimbur varð að verðmætri söluvöru, borðviði og trjákvoðu. Þessi víðáttumiklu skógasvæði eyðast nú hröðum skrefum, svo að þeim verður útrýmt innan skamms, ef ekkert verður að gert. Um leið vofir tortíming yfir hundruðum þúsunda dýrategunda, sem ala þar aldur sinn, en fæstar þeirra hafa verið rannsakaðar eða kannaðar svo við- hlítandi sé. En nú spyrja menn kannski: Hvernig má það vera að á þessu blómlega svæði vaxi ekki nýr gróður, jafnskjótt og skóg- arnir eru höggnir? Er þetta ekki frjó- samasta svæði jarðar? Þótt undarlegt virð- ist í okkar augum, er svarið neitandi. Sá óhemju mikli gróðurmassi, sem þarna er saman kominn hefur nefnilega víða þurr- ausið jarðveginn að mestu af áburðar- efnum sínum. Vöxturinn sem fram fer, er því hægfara og byggist nær eingöngu á því að nýta aftur það lauf og þær jurtaleifar, sem til falla á skógarbotninn. Þegar gróð- urþekjunni hefur verið svipt burt, er bókstaflega ekki til efni í annan skóg. Slíkt skógarhögg er því rányrkja á hæsta stigi. Víða er það meira að segja svo, að eftir að skógurinn er horfinn og hita- beltissólin nær að baka jarðveginn, verð- ur hann líkastur þéttum og brenndum Páll Bergþórsson. leir, dauður og ófrjór. Enn vitna ég í Fosberg og það sem hann sagði um þessar aðfarir á ráðstefnunni í Reykjavík: „í mínum huga yrði þetta (eyðing hitabeltisskóganna) mesta og hörmuleg- asta slys í lífríki veraldarinnar. Mestur hlutinn af árangri áramilljóna þróunar yrði að engu gerður, margir þættirnir án þess að þeir hefðu verið vísindalega kann- aðir eða útskýrðir. Sumir kunna að segja, að ef maðurinn viti ekki hvað hann er að missa, þá megi honum vera sama. Vera má að svo sé, en ekki get ég fallist á þá hugsun, mér finnst hún vera meiningar- leysa.“ 29

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.