Réttur


Réttur - 01.01.1983, Qupperneq 35

Réttur - 01.01.1983, Qupperneq 35
Veröldin einni öld eftir andlát Marx „ISufn hans mun Iifa um aldir og verk hans slíkt hið sama. “ Engels i ræðu við gröf Marx 17. mars 1883. Fyrir eitt hundrað árum, um 1880, hugði valdastétt Vesturlanda, auðdrottnarnir af Mammons náð, og keisararnir af guðs náð yfir Rússlandi, Þýskalandi og Austurríki, völd sín og niðja sinna, og framar öllu valdakerfí þeirra trygt til eilífðar nóns. Stundum þótti nauðsynlegt að sameina báðar „náðirnar“, svo sem þegar Victoria Englandsdrottning 1876, var gerð keisarainna Indlands, vafalaust af guðs náð. I. Veröld sem var Þessir háu herrar höfðu lagt undir sig mikinn hluta hins gamla heims og voru að hefja síðasta blóði drifna skeiðið til að drottna yfir og skattleggja á ýmsa, miður viðfelldna, vísu flestallar þjóðir heims. Enska auðvaldið, brautryðjandinn í ný- lendukúguninni, réði þá næstum fjórða hluta hnattarins og hikaði hvergi við að sýna vægðarlaust vald sitt, ef menn kynnu ekki að meta dýrð hinnar „frjálsu verslun- ar“ þess. Þannig hafði Bretland með tveggja ára stríði (1840-42) knúið Kína til að opna land sitt fyrir „frjálsri verslun“ með opíum, — sem kínverska stjórnin hafði dirfst að banna innflutning á — og gátu Bretar síðan spillt þjóðinni og sér- staklega embættismannastéttinni með neyslu þessarar „vöru“. Og ef uppreisn var gerð gegn slíkri blessun evrópskra yfir- ráða, svo sem Taiping-uppreisnin í Kína (1853-64) þá aðstoðuðu hvítu „menning- arríkin"1 við að berja slíka frekju sauð- svarts almúgans niður: 20 miljónir manna féllu þá. — Og Indland fór heldur ekki varhluta af dýrð Bretaveldis: Meðan Bret- ar réðu því landi lækkaði meðalaldur íbúanna um 10 ár. Aðferðir hinna smærri kónga tóku mið af hinum stærri og voldugri. Leopold Belgíukonungur „eignaðist“ Kongo um 1876. „Tekjur“ hans af landi því voru 10 miljónir dollara fyrstu 10 árin. En 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.